hlutverk MArkaðsstofunnar

Hlutverk og tilgangur stofunnar er að efla samstarf atvinnulífs, bæjarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Hafnarfjarðar. Með það að leiðarljósi að bæta ímynd Hafnarfjarðar og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu og atvinnustarfsemi á svæðinu.

Standa að fræðslu, efla tengslanet og kynna aðildarfyrirtæki sem eru með starfsemi í Hafnarfirði.


Markmiðið:

  • Styðja við og efla atvinnuþróun í bænum.

  • Skapa samráðsvettvang fyrir aðildarfyrirtækin.

  • Byggja upp tengslanet fyrirtækja og efla samstarf þeirra.

  • Hvetja og stuðla að nýsköpun.

  • Standa fyrir fjölbreyttri fræðslu s.s. um markaðsmál og annað sem tengist rekstri fyrirtækja.

  • Bæta og viðhalda góðri ímynd Hafnarfjarðar.

  • Vinna að uppbyggingu og styrkja fyrirtækjamarkað í bænum og auka þar með verðmætasköpun.

  • Efla blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf í Hafnarfirði til framtíðar.