Markmiðið með hverfafélögunum er að efla og auka sýnileika fyrirtækjanna í bænum, kortleggja og forgangsraða hvaða verkefni þurfi að fara í á hverju svæði fyrir sig, skapa samráðsvettvang og efla tengslanet fyrirtækjanna.

Stofnaðir hafa verið Facebookhópar fyrir hvert hverfi og hvetjum við hafnfirsk fyrirtæki til að líka við síðu síns hverfis og taka þátt í uppbyggingu síns hverfafélags fyrirtækja.


ert þú búin að líka við síðu hverfafélags fyrirtækja í þínu hverfi?
 


hlutverk hverfafélaga:

Hverfafélag kortleggur og forgangsraðar hvaða verkefni þarf að fara í
- gerir verkefnalista og aðgerðaráætlun.

Stuðlar að uppbyggingu innviða.

Skapar samráðsvettvang og eflir tengslanet fyrirtækja.

Býr til samskiptaleiðiinn í hverfið – ein gátt.

Hagsmuna- og þrýstiafl.

Fjölbreytt tækifæri er lúta að sameiginlegri markaðssetning.

Efla sýnileika hverfis. Sameiginleg kynning á starfsemi hverfisins.