Skýrsla.jpg

Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að fara í heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð og mun Markaðsstofa Hafnarfjarðar leiða þá vinnu.

Heildarstefnumótun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til þess að búa á, stunda vinnu og reka fyrirtæki. Lokaafurðin af þessari greiningar og stefnumótunarvinnu verði aðgerðaráætlun og innleiðingaráætlun sem bæði MsH og Hafnarfjarðarbær fylgi eftir til framtíðar.

Heildarstefnumótun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til þess að búa á, stunda vinnu og reka fyrirtæki
ásamt aðgerðaráætlun og innleiðingaráætlun liggur nú fyrir. Nú þarf að nýta þetta þarfa og góða verkfæri sem markaðsstefnumótunin er ásamt þeim niðurstöðum sem komu fram í þjónustu úttekt Capacent og ímyndarkönnun Callup til að gera Hafnarfjörð að enn betri.

Mynd hringurinn.png
 
Skýrsla.jpg

Aðgreining og vörumerkið Hafnarfjörður

Áþreifanlegir þættir:
•Miðbærinn með gömlu húsin •Höfnin •Hraun/náttúra/landslag.

Óáþreifanlegir þættir:
•Bæjarbragur/staðarandi •Vinalegir íbúar •Íþrótta-, lista- og menningarlíf


 
Augl 31102018 msh.pngVið gerð markaðsstefnumótunarinnar var lögð mikil áhersla á samtalið við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagsmunaaðila. Var það m.a gert með rafrænni könnun meðal íbúa, fyrirtækjanna og hagsmunaaðila í bænum. Einnig var könnun sem skoðaði viðhorf aðila utan Hafnarfjarðar og eins könnun meðal ferðamanna.

 
 
Augl rynihopur.jpg

Vinna við markaðsstefnumótunina komin á fullt

Lögð er áhersla á samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagaðila m.a. í gegnum  einstaklingsviðtöl, rýnihópa og opna fundi.

Vinnnan er komin á fullt og nú standa yfir einstaklingsviðtöl við íbúa og fulltrúa fyrirtækja. Næsta skref eru fundir í rýnihópum þ.e með íbúum og fulltrúum fyrirtækja haldinn var einn fundur 10. október sem tókst afar vel og nú er komið að næsta rýnihópsfundi sem verður 1. nóvember kl.17.00-19.00. Ef þú vilt taka þátt í rýnihóp þá endilega sendu póst á asa@msh.is Þegar búið verður að vinna úr niðurstöðunum einstaklingsviðtala og rýnihópa verður haldinn opinn vinnufundir (þjóðfundarform) þann 10. nóvember í Flensborgarskóla til að reyna að tryggja aðkomu sem allra flestra að verkefninu.

Undirritun markadsstefnumotunar 07062018.jpg
Hafnarfjordur.jpg

Samningur við Manhattan Marketing undirritaður

Þökkum þeim fjölmörgu sterku aðilum sem sendu inn í tillögu og vildu taka þátt í að móta með okkur Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Tillögurnar voru valdar skv. því matblaðið sem lagt var upp með að nota. Sú tillaga sem hæst var metin var frá Manhattan ehf. Gengið var frá samningum við það fyrirtæki þann 7. júní og voru það Linda Hilmarsdóttir formaður stjórnar MSH, Haraldur Daði Ragnarsson frá Manhattan Marketing og Sigríður Kristinsdóttir sviðstjóri stjórnsýslu sem undirrituðu samninginn.

 

Erum við að leita að þér?

Markaðsstofa Hafnarfjarðar (MsH) leitar eftir samstarfsaðila til að vinna heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð. Skilafrestur fyrir forval er til og með 25. mars á asa@msh.is merkt markaðsstefnumótun. Dómnefnd ásamt
Dr. Friðriki Larsen lektor við Háskóla Íslands fer yfir þær tillögur sem berast og í kjölfarið verður völdum aðilum boðið að kynna sínar hugmyndir. Samstarfsaðili mun vinna verkefnið í samráði við stýrihópinn.  

 
2016-06-27 14.00.31.jpg

Verkefnalýsing

Gerð víðtækrar markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð sem spennandi staðar til þess búa, starfa og reka fyrirtæki. Lokaafurðin af þessari greiningar og stefnumótunarvinnu geti orðið leiðarljós fyrir Hafnarfjörð í skipulagsvinnu, kynningarvinnu- og markaðssetningu. Lögð verði fram forgangsörðuð aðgerðaráætlun og innleiðingaráætlun sem bæði MsH og Hafnarfjarðarbær geti fylgt eftir til framtíðar.

 
2016-06-04 15.03.02.jpg

Matsblað dómnefndar ásamt útskýringum

Gert hefur verið matsblað þar sem vigtaðir eru saman ýmsir þættir sem skipta máli við val á samstarfsaðila sem hver fulltrúi í dómnefndinni fyllir út fyrir sig. Heildarniðurstaða matsins leiðir hópinn að niðurstöðu um val á samstarfsaðila.

í dag fer stjórn Msh með umsjón verkefnisins.

Stjórn MsH skipaði fimm manna stýrihóp sem mun halda utan um þetta verkefni þar eru fjórir fulltrúar frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar og einn frá Hafnarfjarðarbæ. Stýrihópurinn hefur fengið Dr. Friðriki Larsen lektor við Háskóla Íslands í lið með sér og mun hann vera ráðgjafi hópsins en  hann hefur mikla reynslu á þessu sviði.
 
Stýrihópinn (starfaði frá jan - maí 2018 og sá um undirbúning og samningsgerð vegna verkefnisins):

  • Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri MsH

  • Linda Hilmarsdóttir, formaður stjórnar MsH fulltrúi hafnfirskra fyrirtækja í stjórn MsH

  • Sigríður Margrét Jónsdóttir, fulltrúi hafnfirskra fyrirtækja í stjórn MsH

  • Pétur Óskarsson, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn MsH

  • Einari Bárðarson samskiptafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar

segl_130x170.jpg