NÚ er sjálfstætt starfandi grunnskóli með áherslu á íþróttir og vendinám, fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Skólinn starfar eftir gildandi lögum og reglugerðum um grunnskóla og eftir aðalnámskrá grunnskóla.
NÚ hóf starfsemi sína í ágúst 2016, með 35 nemendur en í dag eru þeir 60 flestir Hafnafirðingar en einnig eru nemendur úr öðrum sveitarfélögum.
Skólinn miðar námið að einstaklingum en ekki einstaklinginn að náminu. Lögð er áhersla að byggja upp sjálfstæði og sjálfsöryggi í námi. Undibúa unglingana fyrir nútíma þjóðfélag með þeim tækjum sem talin eru sjálfsögð á vinnumarkaði í dag. Mikið er lagt upp úr persónuþroska, markmiðasetningu og að taka ábyrgð á eigin lífi. Markmiðasetning er kennd og þau fá markþjálfun hjá kennurunum sínum.
Sérkenni NÚ felast í:
- vendinámi sem býður upp á einstaklingsmiðað nám,
- lotu fyrirkomulagi,
- námshreyfingu og takmarkaðri kyrrsetu,
og því að skóladagurinn hefst í dagsbirtu.
Kennslurýmið er einnig einstakt nemendur þurfa ekki alltaf að sitja við borð allan daginn heldur mega hreyfa sig, standa eða nota jógadýnur. Rekstur Nú er í höndum fyrirtækisins Framsýn menntun ehf.
Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir frá viðburðinum með því að smella á myndina.