Fyrirtækjakönnun MsH - taktu þátt!

Markaðsstofan hvetur hafnfirsk fyrirtæki til að gefa sér örfáar mínútur til að svara Ánægjukönnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Þitt álit skiptir okkur miklu máli og það hjálpar okkur einnig við að skipuleggja vinnuna sem framundan er hjá Markaðsstofunni. Spurningarnar lúta að fyrirtækjarekstri í Hafnarfirði og starfsemi stofunnar. Rétt er að taka fram að fyllsta trúnaðar er gætt og að könnunin er ekki rekjanleg.

Hægt er að nálgasta könnunina hér svarhópurinn er fyrirtækin í Hafnarfirði.

Saman stuðlum við að vexti Markaðsstofunnar og því er ykkar innlegg afar mikilvægt.

Tökum eftir því sem vel er gert!

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í þriðja sinn við hátíðlega athöfn sem haldin var í Hafnarborg þann 31. janúar sl. Markaðsstofan hefur í starfi sínu lagt áherslu á að tekið sé eftir því og stutt sé við það sem vel er gert í bænum. Liður í því er veiting Hvatningarverðlauna MsH og viðurkenninga MsH.

Fulltrúar eiganda KRYDD þau Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Geirþrúður Guttormsdóttir

Fulltrúar eiganda KRYDD þau Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Geirþrúður Guttormsdóttir


Í ár hlaut KRYDD veitingahús Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar fyrir að hafa með starfsemi sinni og athöfnum gert Hafnarfjörð að betra samfélagi. KRYDD er nýr og glæsilegur veitingastaður sem opnaður var í Hafnarborg í maí sl.

Eigendur staðarins eru þrjú hafnfirsk pör þau:

Hilmar Þór Harðarson og Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Jón Tryggvason, og Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson.

Segja má að KRYDD hafi komið inn í hafnfirskt samfélag með látum. Það miklum að sá tíminn sem fara átti í að aðlaga starfsemina og komast hægt og rólega í gang var enginn þar sem gríðarleg áskókn hefur verið allt frá opnun.

Í röksemdum fyrir valinu sagði m.a.:

  • Frábær lyftistöng fyrir miðbæ Hafnarfjarðar!

  • Maður þarf ekki lengur að fara í bæinn fyrir fjör.

  • Eigendur hafa lagt mikið upp úr því að gestir upplifi skemmtilega kvöldstund í fallegu umhverfi ásamt því að borða góðan mat.

  • Frábær og öflug innkoma í veitinga- og skemmtanalíf bæjarins.

Auk Hvatningarverðlauna Markaðsstofunnar veitti Markaðsstofan þrjár viðurkenningar.

Jens Bjarnason stjórnarformaður tók við viðurkenningu TRU.

Jens Bjarnason stjórnarformaður tók við viðurkenningu TRU.


- TRU Flight Training Iceland en MsH telur mikil tækifæri vera til frekari vaxtar hjá fyrirtækinu sem opnar enn frekar á tækifæri fyrir aðra flugtengda starfsemi í Hafnarfirði.

TRU Flight Training Iceland er dótturfélag Icelandair og sér um rekstur flugherma í þjálfunarsetri Icelandair á Flugvöllum á Völlunum.

TRU hóf starfsemi árið 2014 og segja má að starfsemin hafi vaxið hratt því nú rúmum 4 árum síðar eru flughermarnir orðnir þrír. Starfsmenn er 6.

Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum.

Á síðasta ári fóru þar fram um 3000 þjálfannir þarf af 700 fyrir erlend flugfélög, flugmenn sem komu gagngert til landsins til að sækja í þessa þjónustu.

Þjálfun er í gangi í um 18 klst á dag að meðaltali 360 daga á ári.

Þessi sérhæfða starfsemi höfðar þannig jafnt til innlends og erlends markaðar, og sýnir vel þá fjölbreyttu starfsemi sem hægt er að bjóða upp á á Völlunum miðja vegu (í mínútum talið) milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og miðborg Reykjavíkur, en hver fer þangað þegar þú hefur Hafnarfjörð.

Karel Ingvar Karelsson fékk viðurkenningu fyrir 60 ára starf í þágu Sjómannadagsins í Hafnarfirði.

Karel Ingvar Karelsson fékk viðurkenningu fyrir 60 ára starf í þágu Sjómannadagsins í Hafnarfirði.

Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, fyrir óeigingjarnt starf í 60 ár í þágu Sjómannadagsins í Hafnarfirði og þannig gert bæinn okkar enn betri og skemmtilegri.

Karel tók fyrst þátt í deginum árið 1958 þá sem unglingur í róðrarsveit en ekki leið á löngu þar til hann var farinn að undirbúna hátíðarhöldin. Af kostgæfni og með virðingu fyrir Sjómannadeginum hefur Karel passað upp á að þær hefðir sem einkenna Sjómannadaginn væri haldið í heiðri. Lagt áherslu á að sjómannsstarfið kynnt, þeirra minnst sem látist hafa í slysum á sjó og að aldnir sjómenn væru heiðraðir. Einnig hefur hann staðið fyrir ljósmyndasýningu á myndum af öllum þeim sem heiðraðir hafa verið á Sjómannadaginn í Hafnarfirði frá upphafi.

NÚ - Framsýn menntun á grunnskólastigi fyrir að að hugsa vel út fyrir kassann í starfsemi sinni og fyrir að fara ótroðnar og spennandi slóðir í nálgun sinni í kennslu á grunnskólastigi.

NÚ - framsýnn grunnskóli þau Sigríður Kristjánsdóttir og Gísli Rúnar Guðmundsson tóku við viðurkenningunni.

NÚ - framsýnn grunnskóli þau Sigríður Kristjánsdóttir og Gísli Rúnar Guðmundsson tóku við viðurkenningunni.

NÚ er sjálfstætt starfandi grunnskóli með áherslu á íþróttir og vendinám, fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Skólinn starfar eftir gildandi lögum og reglugerðum um grunnskóla og eftir aðalnámskrá grunnskóla.

NÚ hóf starfsemi sína í ágúst 2016, með 35 nemendur en í dag eru þeir 60 flestir Hafnafirðingar en einnig eru nemendur úr öðrum sveitarfélögum.

Skólinn miðar námið að einstaklingum en ekki einstaklinginn að náminu. Lögð er áhersla að byggja upp sjálfstæði og sjálfsöryggi í námi. Undibúa unglingana fyrir nútíma þjóðfélag með þeim tækjum sem talin eru sjálfsögð á vinnumarkaði í dag. Mikið er lagt upp úr persónuþroska, markmiðasetningu og að taka ábyrgð á eigin lífi. Markmiðasetning er kennd og þau fá markþjálfun hjá kennurunum sínum.

Sérkenni NÚ felast í:

- vendinámi sem býður upp á einstaklingsmiðað nám,

- lotu fyrirkomulagi,

- námshreyfingu og takmarkaðri kyrrsetu,

og því að skóladagurinn hefst í dagsbirtu.

Kennslurýmið er einnig einstakt nemendur þurfa ekki alltaf að sitja við borð allan daginn heldur mega hreyfa sig, standa eða nota jógadýnur. Rekstur Nú er í höndum fyrirtækisins Framsýn menntun ehf.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir frá viðburðinum með því að smella á myndina.

Hvatningarverðlaun MsH

Það er mikilvægt að við sýnum að við tökum eftir og metum það sem vel er gert í bænum okkar sem liður í því er afhending Hvatningrverðlauna MsH. Það eruð aðildarfyrirtæki MsH sem tilnefna fyrirtæki, félag eða einstakling sem þau telja að hafi lyft bæjaranda Hafnarfjarðar á árinu 2018 með starfsemi sinni og athöfnum og þannig gert Hafnarfjörð að betra samfélagi. 

Afhending Hvatningarverðlaunanna fer svo fram í Hafnarborg þann 31. janúar kl.17.00 og er öllum opinn.

Við leitum eftir þátttöku þinni!

Fyrir hvað stendur Hafnarfjörður í þínum huga?

Taktu þátt í gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð. Stefnumótun og mörkun bæjarfélaga er yfirgrips mikið ferli sem krefst víðtæks samtals til að draga fram þá þætti sem einkenna viðfangsefnið, í þessu tilviki Hafnarfjörð, sem spennandi staðar til þess að búa á, starfa, reka fyrirtæki og heimsækja.  

Tekin hafa verið fjölmörg einstaklingsviðtöl, boðið upp á rýnihópa og rafræna íbúakönnun.

Hápunktur vinnunnar verður þann 10. nóvember þegar haldinn verður opinn vinnufundur íbúa í Flensborgarskóla sem allir Hafnfirðingar eru hvattir til að taka þátt í. Þar verða niðurstöður þeirra vinnu sem unnin hefur verið kynntar og þátttakendum gefið tækifæri til að koma sínum hugmyndum og sýn á framfæri. “Er þetta það sem þeim finnst bærinn sinn standa fyrir?”

Hvetjum Hafnfirðinga til að taka þátt í þessari vinnu því ykkar þátttaka skiptir öllu máli fyrir framgang verkefnisins.

Hér má nálgast Facebookviðburðinn um opna vinnufundinn með íbúum megið gjarnan hjálpa okkur og deila og bjóða. 

Spjall með Íslandsstofu um markaðsmál fyrir áfangastaðinn

Fáum Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu í heimsókn til að ræða samstarf um markaðsmál fyrir áfangastaðinn Hafnarfjörð.

Inga Hlín mun fara yfir hvernig verið er að kynna áfangastaðinn Ísland og hvernig það tengist áfangastaðnum Hafnarfirði. Hvernig við erum að vinna í samstarfi og hvernig við getum aukið samstarfið okkur öllum til ávinnings.

Allir velkomnir skráning hér

Vinna við markaðsstefnumótunina komin á fullt

Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og sækja heim.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar leiðir þessa vinnu, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, í samstarfi við Manhattan Marketing. Lögð er áhersla á samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagaðila m.a. í gegnum  einstaklingsviðtöl, rýnihópa og opna fundi.

Vinnnan er komin á fullt og nú standa yfir einstaklingsviðtöl við íbúa og fulltrúa fyrirtækja. Næsta skref eru fundir í rýnihópum þ.e með íbúum og fulltrúum fyrirtækja sem verða 10. október kl.17.30-19.30. Ef þú vilt taka þátt í rýnihóp þá endilega sendu póst á asa@msh.is

Þegar búið verður að vinna úr niðurstöðunum einstaklingsviðtala og rýnihópa verða haldnir opnir vinnufundir (þjóðfundarform) til að reyna að tryggja aðkomu sem allra flestra að verkefninu. Endanleg dagsetning þess fundar liggur ekki fyrir en ef þú vilt fá sendar upplýsingar þegar nákvæm tímasetning liggur fyrir sendu póst á asa@msh.is

Fjölbreytt dagskrá í boði í september

Það er fjölmargt á döfinni hjá okkur í september.


Einyrkjakaffið heldur áfram en það en það er hugsað fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki (aðila sem telja færri en fimm).

Fyrirtækjahittingur hefur náð að stimpla sig inn en þar er boðið upp á hádegisfræðslu og léttar veitingar. Aðildarfélög MsH frá frítt en aðrir greiða kr. 2500.

Auk þess sem verið er að skipuleggja fundi í Hverfafélögum fyrirtækja og verður óskað eftir upplýsingum um hvað brennur helst á hverju svæði fyrir sig við gerð dagskrár fundanna.
Nánari upplýsingar um hverfafélög fyrirtækja má finna hér.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar dagskrá september 2018.jpg

Kynning á starfsemi og verkefnum Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Verkefni Markaðsstofunnar eru afar fjölbreytt en öll eiga þau það sameiginlegt að stuðla að því að styrkja og efla Hafnarfjörð. Verkefnalistinn sem er að finna í kynningunni hér fyrir neðan er ekki tæmandi heldur einungis ætlað að gefa innsýn í starfsemi stofunnar. (Smella þarf á kynninguna til að fletta glærunum).

Samningur um markaðsstefnumótun undirritaður

Stór stund þegar samningur um gerð markaðsstefnumótun var undirritaður við Manhattan Marketing. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem Markaðsstofan hefur lagt áherslu á að farið yrði í allt frá stofnun stofunnar og því afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. 

 

Það voru Linda Hilmarsdóttir formaður stjórnar MSH, Haraldur Daði Ragnarsson frá Manhattan Marketing og Sigríður Kristinsdóttir sviðstjóri stjórnsýslu sem undirrituðu samninginn

 

Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Aðalfundur Markaðsstofunnar var haldinn 29. maí sl. Fundurinn fór vel fram og sköpuðust góðar umræður. 

Ný stjórn fulltrúa atvinnulífsins var kjörinn:

Aðalmenn:

  • ANNA MARÍA KARLSDÓTTIR ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR
  • BALDUR ÓLAFSSON KEYNATURA OG SAGAMEDICA
  • SIGRÍÐUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR LITLU HÖNNUNAR BÚÐINNI
  • ÞÓR BÆRING ÓLAFSSON GAMAN FERÐUM

Varamaður: 

  • LINDA HILMARSDÓTTIR HRESS


Ákveðið var að árgjald að Markaðsstofunni fari úr kr.16.500 í kr. 17.000 árið 2019.

Gerð var grein fyrir ársreikningi 2017 og fjárhagsáætlun 2018.

Stærstu verkefni ársins líta að markaðsstefnumótuninni, eflingu hverfafélaganna, endurskoðun á samkomulagi MsH við Hafnarfjarðarbæ. Samhliða því að áfram verður unnið að því að styðja við, efla og styrkja fyrirtækin í bænum. Fjölga aðildarfyrirtækjum og efla tengslamyndun. Fyrirtækjahittingarnir, Fyrirtækjaheimsóknirnar og Einyrkjakaffið heldur áfram. Skoðað verður hvort áhugi er hjá aðildarfyrirtækjunum á lengri fræðslu.