Spjall með Íslandsstofu um markaðsmál fyrir áfangastaðinn

Fáum Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu í heimsókn til að ræða samstarf um markaðsmál fyrir áfangastaðinn Hafnarfjörð.

Inga Hlín mun fara yfir hvernig verið er að kynna áfangastaðinn Ísland og hvernig það tengist áfangastaðnum Hafnarfirði. Hvernig við erum að vinna í samstarfi og hvernig við getum aukið samstarfið okkur öllum til ávinnings.

Allir velkomnir skráning hér

Vinna við markaðsstefnumótunina komin á fullt

Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og sækja heim.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar leiðir þessa vinnu, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, í samstarfi við Manhattan Marketing. Lögð er áhersla á samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagaðila m.a. í gegnum  einstaklingsviðtöl, rýnihópa og opna fundi.

Vinnnan er komin á fullt og nú standa yfir einstaklingsviðtöl við íbúa og fulltrúa fyrirtækja. Næsta skref eru fundir í rýnihópum þ.e með íbúum og fulltrúum fyrirtækja sem verða 10. október kl.17.30-19.30. Ef þú vilt taka þátt í rýnihóp þá endilega sendu póst á asa@msh.is

Þegar búið verður að vinna úr niðurstöðunum einstaklingsviðtala og rýnihópa verða haldnir opnir vinnufundir (þjóðfundarform) til að reyna að tryggja aðkomu sem allra flestra að verkefninu. Endanleg dagsetning þess fundar liggur ekki fyrir en ef þú vilt fá sendar upplýsingar þegar nákvæm tímasetning liggur fyrir sendu póst á asa@msh.is

Fjölbreytt dagskrá í boði í september

Það er fjölmargt á döfinni hjá okkur í september.


Einyrkjakaffið heldur áfram en það en það er hugsað fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki (aðila sem telja færri en fimm).

Fyrirtækjahittingur hefur náð að stimpla sig inn en þar er boðið upp á hádegisfræðslu og léttar veitingar. Aðildarfélög MsH frá frítt en aðrir greiða kr. 2500.

Auk þess sem verið er að skipuleggja fundi í Hverfafélögum fyrirtækja og verður óskað eftir upplýsingum um hvað brennur helst á hverju svæði fyrir sig við gerð dagskrár fundanna.
Nánari upplýsingar um hverfafélög fyrirtækja má finna hér.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar dagskrá september 2018.jpg

Kynning á starfsemi og verkefnum Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Verkefni Markaðsstofunnar eru afar fjölbreytt en öll eiga þau það sameiginlegt að stuðla að því að styrkja og efla Hafnarfjörð. Verkefnalistinn sem er að finna í kynningunni hér fyrir neðan er ekki tæmandi heldur einungis ætlað að gefa innsýn í starfsemi stofunnar. (Smella þarf á kynninguna til að fletta glærunum).

Samningur um markaðsstefnumótun undirritaður

Stór stund þegar samningur um gerð markaðsstefnumótun var undirritaður við Manhattan Marketing. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem Markaðsstofan hefur lagt áherslu á að farið yrði í allt frá stofnun stofunnar og því afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. 

 

Það voru Linda Hilmarsdóttir formaður stjórnar MSH, Haraldur Daði Ragnarsson frá Manhattan Marketing og Sigríður Kristinsdóttir sviðstjóri stjórnsýslu sem undirrituðu samninginn

 

Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Aðalfundur Markaðsstofunnar var haldinn 29. maí sl. Fundurinn fór vel fram og sköpuðust góðar umræður. 

Ný stjórn fulltrúa atvinnulífsins var kjörinn:

Aðalmenn:

 • ANNA MARÍA KARLSDÓTTIR ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR
 • BALDUR ÓLAFSSON KEYNATURA OG SAGAMEDICA
 • SIGRÍÐUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR LITLU HÖNNUNAR BÚÐINNI
 • ÞÓR BÆRING ÓLAFSSON GAMAN FERÐUM

Varamaður: 

 • LINDA HILMARSDÓTTIR HRESS


Ákveðið var að árgjald að Markaðsstofunni fari úr kr.16.500 í kr. 17.000 árið 2019.

Gerð var grein fyrir ársreikningi 2017 og fjárhagsáætlun 2018.

Stærstu verkefni ársins líta að markaðsstefnumótuninni, eflingu hverfafélaganna, endurskoðun á samkomulagi MsH við Hafnarfjarðarbæ. Samhliða því að áfram verður unnið að því að styðja við, efla og styrkja fyrirtækin í bænum. Fjölga aðildarfyrirtækjum og efla tengslamyndun. Fyrirtækjahittingarnir, Fyrirtækjaheimsóknirnar og Einyrkjakaffið heldur áfram. Skoðað verður hvort áhugi er hjá aðildarfyrirtækjunum á lengri fræðslu. 

 

  Stjórnarkjör

  Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn næsta þriðjudag, 29. maí, verður kosið um fjóra aðalmenn í stjórn, fimmti maður inn telst réttkjörinn varamaður. Það eru aðildarfyrirtæki MsH sem velja fulltrúa atvinnulífsins í stjórnina.

  Vert er að taka fram að ekki er greitt fyrir stjórnarsetu. Kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2018, skv. 1. mgr. samþykkta/skipulagsskrá. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.

  Eftirtaldir hafa gefið kost á sér í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar einnig er hægt að bjóða sig fram á aðalfundinum:

  • ANNA MARÍA KARLSDÓTTIR ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR
  Anna María.JPG

  Ég heiti Anna María Karlsdóttir og er mannfræðingur að mennt og starfrækir fyrirtækið Íshús Hafnarfjarðar í gamla frystihúsinu við smábátahöfnina með manni sínum, Ólafi Gunnari Sverrissyni. Íshús Hafnarfjarðar er samstarf skapandi hönnuða, iðn- og listamanna. Íshúsið er einn stofnaðila Markaðsstofunnar og stoltur handhafi fyrstu Hvatningarverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ég gefur kost á mér í stjórn þar sem ég hefur brennandi áhuga á samvinnu og samstarfi almennt, manna og fyrirtækja á milli.

   

   

  • BALDUR ÓLAFSSON KEYNATURA OG SAGAMEDICA
  Baldur.png

  Ég heiti Baldur Ólafsson og býð mig fram I stjórn MsH. Ég er með háskólamenntun á sviði alþjóðaviðskipta-, markaðs- og hagfræði. Hef fjölbreytta reynslu af ráðgjöf og verkefnastjórnun á borð við viðburði, viðskiptaþróun og markaðsstjórnun. Stjórna sölu- og markaðsstarfi KeyNatura og SagaMedica í dag. Fyrirtækin starfa bæði á sviði framleiðslu og sölu náttúruvara úr íslenskum hráefnum til heilsubótar. Stofnaði áður ferðaskrifstofuna KILROY á Íslandi og kom einnig upp fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í innflutningi á fiski frá Íslandi í heild- og smásölu. Hef einnig víðtæka reynslu af stjórnarstörfum bæði sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs og Formaður SÍNE.

  • LINDA HILMARSDÓTTIR HRESS
  Linda.jpg  Ég heiti Linda Hilmarsdóttir og býð mig fram í stjórn MsH. Ég hef starfað með markaðsstofunni frá upphafi og sem formaður sl. ár. Hafnarfjörður er í gríðarlegri sókn og gaman að sjá gömul og ný fyrirtækin dafna í bænum. Ég tel Markaðsstofuna nauðsynlegan málsvara fyrirtækjanna í bænum. Ég hef rekið fyrirtæki mitt Hress í bænum síðan 1992 og geri mér vel grein fyrir nauðsyn stofunnar. Ég vil fylgja Markaðsstefnumótun Hafnarfjarðar vel úr hlaði enda erum við rétt að byrja á því að rífa gamla fjörðinn upp í hæstu hæðir.

   

   

   

  • SIGRÍÐUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR LITLU HÖNNUNAR BÚÐINNI
  Sigga Magga.jpg

  Sigríður Margrét Jónsdóttir heiti ég og á og rek Litlu Hönnunar Búðina sem er staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar. Ég hef setið í stjórn MSH í 1 ár, og hef mikinn áhuga á að halda áfram að starfa þar, mörg krefjandi verkefni eru framundan bæði þau sem við höfum verið að vinna í og einnig ný og spennandi verkefni sem ég veit að bíða okkar, "markaðsstefnumótunar verkefnið " er ótrúlega spennandi verkefni sem verður gaman fyrir MSH að vinna að og okkur sem aðilar að MSH að taka þátt í. Ég vil leggja í vinnu við að setja starfsreglur stjórnar, skipuleggja vinnuna okkar fyrir næsta starfsár, og "brainstorma" og sækja á ný mið. Ég sit í stjórn Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar, einnig hef ég setið í stjórn deildar innan Hundaræktarfélags Íslands í 10 ár. Ég er þakklát fyrir það að hafa verið kosin inn á seinasta aðalfundi, tek starfi mínu alvarlega og þeirri ábyrgð sem því fylgir og því hef ég áhuga á að bjóða mig áfram til starfa því ég trúi á MSH og hvað við höfum fram að bjóða, þetta er búin að vera skemmtileg og lærdómsrík reynsla.

  • VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR VENSL EHF.
  Vally.jpg

  Ég heiti Valgerður Halldórsdóttir og rek fyrirtækið Vensl ehf.  Kjörorð fyrirtækisins eru Vellíðan, öryggi og persónuleg þjónusta. Þjónustan fyrirtækisins er á sviði   einstaklings-, para og fjölskylduráðgjafar, sáttamiðlunar og handleiðslu.  Jafnframt að veita fræðslu og ráðgjöf fyrir stofnanir, fagfólk, fyrirtæki m.a. varðandi bætt vinnuumhverfi, einelti og hvernig megi samhæfa betur einkalíf og starf. Ég hef BA í stjórnmálafræði. kennslu- og uppeldisfræði, starfsréttindi í félagsráðgjöf og meistarapróf  í félagráðgjöf. Jafnframt hef ég stundað nám í blaða- og fréttamennsku og sáttamiðlun.

   

  •  
  • ÞÓR BÆRING ÓLAFSSON GAMAN FERÐUM
  Þór Bæring.jpg

  Ég heiti Þór Bæring Ólafsson er framkvæmdastjóri Gaman Ferða. Ég stofnaði Gaman Ferðir með Braga, félaga mínum, árið 2012. Fyrstu árin vorum við bara tveir en núna starfa 16 starfsmenn hjá fyrirtækinu og er að stækka ansi hratt. Ég hef mikinn áhuga á því að auka samvinnu fyrirtækja í Hafnarfirði. Það er einmitt það sem ég hef reynt að gera síðustu tvö ár sem ég hef starfað í Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ég vil endilega halda þeirri vinnu áfram.
   

   

  Aðalfundur MsH

  Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar 2018 verður haldinn í Apótekinu í Hafnarborg þann 29. maí kl.17.00.

  Dagskrá:

  Skýrsla stjórnar 2017-2018

  Ársreikningur 2017*

  Starfs- og fjárhagsáætlun 2018-2019

  Ákvörðun árgjalds

  Kosning stjórnar - eftirtaldir hafa gefið  kost á sér en hægt er að bjóða sig fram á aðalfundi

  Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð – kynning

  Önnur mál

  *Ársreikningurinn liggur frammi til skoðunar á skrifstofu Markaðsstofunnar.

  Rétt er að árétta að samkvæmt samþykktum Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses hafa aðeins þeir sem greitt hafa árgjald að stofunni fyrir árið 2018 kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs á aðalfundi. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.

  Kosið verður um sæti fjögurra stjórnarmanna og eru þeir sem fá flest greidd atkvæði í kosningu réttkjörnir í stjórn, sá aðili sem næstur er inn á grundvelli atkvæðafjölda telst rétt kjörinn varamaður.

  Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

  Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að fara í heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð og mun Markaðsstofan leiða þá vinnu. Það má í raun segja að frá stofnun stofunnar hafi verið talað fyrir því innan Markaðsstofunnar að mikilvægt væri að farið yrði í slíka vinnu.

  Nú er þetta að verða að veruleika og formleg leit að samstarfsaðila um verkið er hafinn. Við bindum miklar vonir við þetta verkefni og teljum að það komi til með að efla Hafnarfjörð enn frekar. Við munum leita til ykkar í þessari vegferð til að fá ykkar innsýn og þekkingu inn í þetta því hún er mikilvæg.

  Ítarefni eða fylgigögn sem vísað er í í auglýsingunni er að finna hér

  Markaðsstefnumótun-09-03-2018.jpg

  Næsti Fyrirtækjahittingur 8. mars St. Jó

  St. Jósefsspítala - lífsgæðasetur kynning á niðurstöðum og næstu skrefum.

  Fyrirtækjahittingur MsH þar sem fyrirtækin í bænum koma saman, mingla og fræðast.
  Á næsta hittinginn sem verður fimmtudaginn 8. mars kl.16.30 í Hafnarborg kemur Karl Guðmundsson, sem sat í starfshóp um mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala, og kynnir niðurstöðu starfshóps um framtíðarnýtingu St. Jósefsspítala og næstu skref.