MSH FRÉTTIR
Nýr framkvæmdastjóri
Thelma Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og hóf störf þann 1. apríl síðastliðinn.
Thelma tekur við daglegum rekstri og fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eflingu atvinnulífs í Hafnarfirði svo sem skapa samráðsvettvang fyrir núverandi fyrirtæki í bænum og laða að ný fyrirtæki.
Verslun og þjónusta á tímum COVID-19
Við lifum á undarlegum og erfiðum tímum í augnablikinu. Við vitum hinsvegar að með samheldni, áræðni og kærleikann að leiðarljósi munum við komast í gegnum þetta tímabil eins og öll önnur. Við erum öll í þessu saman og verðum að leggjast á eitt ef við ætlum að sigrast á þessum vágesti.
Afhending Hvatningarverðlauna MsH 2020
Hvatningaverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar fóru fram í Hafnarborg 18. febrúar 2020. VON mathús fékk Hvatningaverðlaun MsH og Fjarðarkaup, Lífsgæðasetur St. Jó og Þorgeir Haraldsson fengu viðurkenningar MsH.
Einyrkjakaffi í St. Jó.
Fyrsta einyrkjakaffi ársins verður haldið í Hjartanu í St. Jó. fimmtudaginn 31. janúar kl. 09:00 - 10:00.
Hvatningarverðlaun MsH - Tilnefningar vegna ársins 2019
Markaðsstofa Hafnarfjarðar leitar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna MsH 2020.
Starf framkvæmdastjóra Markaðsstofu Hafnarfjarðar
Markaðsstofa Hafnarfjarðar leitar eftir öflugum starfsmanni í spennandi starf framkvæmdarstjóra stofunnar. Um er að ræða 50% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Einyrkjakaffi MsH - Súfistanum
Næsta Einyrkjakaffi MsH verður í Lífsgæðasetri St. Jó þriðjudaginn 5. nóvember. Gengið inn frá Hringbraut. Einyrkjakaffi er opið öllum og er kjörin leið til að styrkja tengslanetið og hafa gaman saman. Við hvetjum aðildarfélaga sem og aðra einyrkja í Hafnarfirði til að nýta tækifærið og hitta aðra á svipuðu róli.
Jólahittingur MsH - 2. desember 2019
Markaðsstofa Hafnarfjarðar býður einyrkjum, fyrirtækjum og stofnunum í Hafnarfirði í Jólahitting MsH, mánudaginn 2. desember 2019. Viðburðurinn fer fram í Bæjarbíó og opnar húsið kl. 18:30.
Einyrkjakaffi MsH
Næsta Einyrkjakaffi MsH verður í Lífsgæðasetri St. Jó þriðjudaginn 5. nóvember. Gengið inn frá Hringbraut. Einyrkjakaffi er opið öllum og er kjörin leið til að styrkja tengslanetið og hafa gaman saman. Við hvetjum aðildarfélaga sem og aðra einyrkja í Hafnarfirði til að nýta tækifærið og hitta aðra á svipuðu róli.
Breytingar hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar
Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar vill hér með tilkynna aðildarfyrirtækjum stofunnar að Ása Sigríður Þórisdóttir, framkvæmdastjóri MsH, hefur sagt upp störfum og mun uppsögnin taka gildi frá 1. nóvember næstkomandi.