MSH FRÉTTIR
Á döfinni
Dagskrá haustsins hjá markaðsstofunni er afar fjölbreytt og spennandi. Það verða þrjú námskeið, við ætlum að heimsækja þrjú fyrirtæki saman og mánaðarlegt einyrkjakaffi er á sínum stað.
Þann 22. október verður markaðsstofan fimm ára og þá blásum við til veislu og hvetjum ykkur til að taka daginn frá. Í desember verður svo notalegur jólahittingur.
Fermingargjöfina færðu í Hafnarfirði
Ertu á leiðinni í fermingarveislu? Það er hægt að finna margt fallegt handa fermingarbörnum í verslunum í Hafnarfirði. Hérna eru nokkrar hugmyndir.
Markaðs- og kynningarmál á tímum Covid
Fyrirlestur Davíðs Lúthers um markaðs- og kynningarmál í maí síðastliðnum fékk glimrandi viðtökur. Við höfum því ákveðið að fá Davíð aftur til okkar þann 2. september næstkomandi og veita þeim sem komust ekki síðast tækifæri til að hlusta á hann.
Kjólaleit í miðbæ Hafnarfjarðar
Dreymir þig um nýjan sumarlegan kjól? Þá er tilvalið að kíkja í miðbæ Hafnarfjarðar. Við fórum á röltið og fundum nokkra fallega sem voru allir á útsölu eða sérstökum afslætti.
Nýr stjórnarmaður af Völlunum
Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar var haldinn þann 10. júní síðastliðinn á Hótel Víking.
Á fundinum fór Sigríður Margrét Jónsdóttir, formaður stjórnar yfir starfsemi markaðsstofunnar undanfarið ár. Örn H. Magnússon, meðstjórnandi kynnti ársreikning fyrir árið 2019 sem og fjárhagsáætlun fyrir 2020-2021. Thelma Jónsdóttir framkvæmdastjóri markaðsstofunnar fór að því loknu yfir starfsáætlun næsta árið.
Markaðs- og kynningarmál í kjölfar Covid - Endurtökum fyrirlestur
Fyrirlestur Davíðs Lúthers Hvað eiga eigendur fyrirtækja að gera í markaðs- og kynningarmálum í kjölfar Covid-19? í maí síðastliðnum fékk glimrandi viðtökur. Við höfum því ákveðið að fá Davíð aftur til okkar þann 15. júní næstkomandi og veita þeim sem komust ekki síðast tækifæri til að hlusta á hann.
Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar
Aðalfundur markaðsstofunnar verður haldinn þann 10. júní næstkomandi kl. 17:30 á Fjörukránni.
Einyrkjakaffi
Miðvikudaginn 3. júní næstkomandi klukkan 9:00 verður haldið einyrkjakaffi markaðsstofunnar á Súfistanum.
Einyrkjakaffi er hugsað fyrir einyrkja og fyrirtæki sem telja færri en fimm starfsmenn. Það er öllum opið og kjörin leið til að styrkja tengslanetið.
Mikil ánægja með fyrirlestur
Fyrirlestur Davíðs Lúthers frá SAHARA um markaðs- og kynningarmál í kjölfar Covid-19 var afar vel sóttur af aðildarfyrirtækjum markaðsstofunnar og allir mjög ánægðir í lokin.
Markaðs- og kynningarmál í kjölfar Covid-19
Við bjóðum aðildarfyrirtækjum á fyrirlestur með Davíð Lúther, framkvæmdastjóra stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA undir yfirskriftinni Hvað eiga eigendur fyrirtækja að gera í markaðs- og kynningarmálum í kjölfar Covid-19?