MSH FRÉTTIR
Jólakveðja og jólafrí
Við óskum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Þökkum fyrir samverustundir á líðandi ári.
Skrifstofa markaðstofunnar verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 21. desember til og með 4. janúar.
Gerum jólainnkaupin í Hafnarfirði
Við í Markaðsstofu Hafnarfjarðar skorum á Hafnfirðinga og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu, afar fjölbreyttar og fallegar verslanir sem og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð. Það er ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér eitthvað góðgæti í kjölfarið.
13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir
Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið. Við tókum saman nokkrar hugmyndir af hafnfirskri jólagjöf.
Viðburðum aftur aflýst
Ákveðið hefur verið að aflýsa einyrkjakaffi sem og fyrirtækjaheimsókn sem áttu að fara fram núna í nóvember. Jafnframt teljum við því miður litlar líkur á að geta haldið jólahittinginn í ár sem áætlaður er þann 7. desember.
5 ára afmæli
Markaðsstofan fagnaði 5 ára afmæli þann 22. október síðastliðinn. Eins og gefur að skilja gátum við ekki haldið hefðbundna veislu. Við fögnuðum deginum hins vegar með því að færa aðildarfyrirtækjunum okkar afmælisglaðning. Hafnfirskar vörur til að njóta og mæltum svo með að hlusta á Hafnarfjarðarlögin á Spotify.
GRUNNTÆKNI Í FJÁRMÁLUM FYRIRTÆKJA
Námskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriði fjármála minni fyrirtækja. Þar á meðal góðar venjur við umsýslu fjárhags, skattamál, hvernig sé hægt að gera einfalda fjárhagsáætlun og hvernig best sé að ná árangri í að halda utan um og fá yfirsýn yfir fjármálin.
Viðburðum aflýst
Við höfum ákveðið að aflýsa öllum viðburðum markaðsstofunnar í októbermánuði vegna hertra sóttvarnaraðgerða.
Allt fyrir bílinn í Hafnarfirði
Þarftu að huga að bílnum, fara með hann í skoðun, viðgerð eða fylla hann? Nú eða ertu að fara í framkvæmdir og vantar kerru eða leigja stærri bíl. Mælum þá með þessum hafnfirsku fyrirtækjum.
Mikilvægi flokkunar í fyrirtækjum og stofnunum
Fyrirlestur með Líf Lárusdóttir markaðsstjóra hjá Terra um mikilvægi þess að fyrirtæki flokki sinn úrgang. Líf gefur ráð um hvernig standa megi að flokkun svo að allir starfsmenn fyrirtækja séu að spila eftir sömu leikreglum.
Heimsókn til Íshesta
Íshestar býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn fimmtudaginn 17. september næstkomandi kl. 9:00. Vonumst til að sjá sem flesta.