msh_1.png

Samþykktir (skipulagsskrá)
fyrir Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses

 

Heiti:
1.gr.

Félagið er sjálfseignarstofnun og er nafn þess Markaðsstofa Hafnarfjarðar ses.
 

Heimilisfang:
2. gr.

Heimilisfang Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses. er að Linnetstíg 3,  Hafnarfirði.
 

Tilgangur:
3. gr.

Tilgangur stofnunarinnar er að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Hafnarfirði með sérstakri áherslu á að auka atvinnustarfsemi innan marka bæjarfélagsins. Tilgangur félagsins er að efla samstarf atvinnulífsins, bæjarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Hafnarfjarðar, í þeim tilgangi að bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu eða atvinnustarfsemi á svæðinu. Tilgangur stofnunarinnar er því hvers konar ferða-, markaðs- og kynningarmál til að stuðla að því að byggð og fjölbreytt atvinnu- og búsetuskilyrði verði til staðar á svæðinu öllu.

 

Stofnandi:
4.gr.

Stofnendur stofnunarinnar eru:

220 Fjörður (620615-1290)

Aðalskoðun hf. (40994-2269)

Allra Átta (460504-32509

Almannatengsl greining og ráðgjöf (690414-0310)

AOK  verkstæði arkitekta ehf. (570800-2210)

Annríki - þjóðbúningar og skart ehf. (700693-2799)

Apal (590307-0760)

Art werk ehf. (681209-0340)

Atlantsolía (590602-3610)

Álfagarðurinn (601115-2040

Bílaleigan Hertz (471299-2439

BJB Pústþjónustan (690494-2679)

Blómabúðin Burkni (490169-5129)

Dyr ehf. (550997-2239

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir (430212-1090)

Fjörukráin Hótel Víking, Hafnarfirði (630490-1119)

Gaflaraleikhúsið (690910-0390)

Hafnarfjarðarbær (590169-7579)

Hafnarfjarðarhöfn (590169-5529)

Lagnavirki (510397-2589)

Haraldur Jónsson ehf. (680202-3970)

H-Berg (640707-0110)

Heiddis illustrations (680214-0850)

Heilsudalurinn ehf. (540497-2140)

Heima hjá þér slf. BanKúnn (711013-1800)

Hópbílar (430192-2059)

Hótel Hafnarfjörður (571007-0530)

Hótel Vellir ÓG hótel ehf. (470111-1190)

HSG (460705-1340)

Húsfélagið Fjörður (691194-2649)

Íshús Hafnarfjarðar (420414-0130)

JM Veitingar ehf. (540709-0330)

Karl Guðmundsson (100474-3289)

Kerfi fyrirtækjaþjónusta ehf. (541210-0400)   

Kjötkompaní (500709-0140)

Litla Hönnunar Búðin (570714-1710)

Lyng (641091-1039)

Lögmenn Thorsplani (480293-2239)

Margt og Merkilegt ehf. (540885-0289)

Marko Merki (701095-2279)

Markús Lífenet ehf. (470706-0230)

Matbær ehf. (691009-0250)

Menningar- og listafélag Hfj. (510507-3550)

Naust Marine (620293-2299)

Norðurbakkinn (470706-0234)

Ópal Sjávarfang (620205-0600)

Pallett Kaffikompaní (660412-0690)

Pappír hf. (620988-1039)

Rótor ehf. (670789-1369)

Saltkaup ehf. (460290-1559)

Samkaup ehf. (571298-3769)

SCO ehf. (490910-1830)

Sign ehf. (490309-0980)

Sjónlínan ehf. (650303-3260)

Súfistinn - S.L. Kaffi (650909-0460)

Te og kaffi hf. (53048-40179)

TRU, Flight training Iceland (701007-1740)

Urta Islandica (650113-0120)

Útgerðin/Alda G. Áskelsdóttir (291268-3589)

Víngerðin ehf. (470909-0800)

 

Stofnfé: 

5.gr.

Stofnfé stofnunarinnar er Kr. 1.000.000,- sem er framlag stofnenda félagsins.
Stofnunin ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim eignum er hún kann að eignast síðar.
Engin sérréttindi í stofnuninni tilheyra stofnendum hennar.
 Tekjur:
6.gr.

Tekjur stofnunarinnar skulu vera:
Framlög stofnenda
Árgjöld
Tekjur af auglýsingum
Tekjur af vörum og þjónustu sem stofnunin kann að veita
Vaxtatekjur
Styrkir, gjafir eða önnur framlög sem stofnuninni kunna að berast.
Aðrar tekjur

 

Stjórn:
7.gr.

 

Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses. skal skipuð sjö mönnum og tveimur varamönnum. Stjórnin skal kosin til eins árs. Þrír  stjórnarmenn skulu tilnefndir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar og fjórir  skulu kosnir á aðalfundi stofnunarinnar.

Þeir sem greitt hafa árgjald stofnunarinnar skulu hafa kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi  til stjórnarkjörs, skv. 1. mgr. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi. Skulu þeir fjórir einstaklingar sem fá flest greidd atkvæði í kosningu vera réttkjörnir í stjórn.

Einn varamaður skal tilnefndur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar og einn varamaður skal kosinn á aðalfundi. Sá aðili sem næstur er inn í stjórn á grundvelli atkvæðafjölda skal teljast rétt kjörinn varamaður skv. 1. mgr. Varamenn taka þannig sæti að við forföll aðalmanns tilnefndum af bæjarstjórn skal varamaður tilnefndur af bæjarstjórn taka sæti. Við forföll aðalmanns kosnum á ársfundi skal varamaður kosinn á aðalfundi taka sæti.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og velur hún sér formann, varaformann, ritara og gjaldkera. Stjórnin stýrir öllum málefnum stofnunarinnar og kemur fram út á við fyrir hönd hennar. Stjórnin skal sjá til þess að skipulag og starfsemi hennar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda stofnunina. Stjórn stofnunarinnar getur veitt prókúruumboð fyrir stofnunina.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla um málið, sé þess nokkur kostur. Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála. Halda skal fundargerðarbók um það sem gerist á stjórnarfundum.

 

8. gr.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda og skal boða fundi með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar. Sama rétt á framkvæmdastjóri. Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar.

 

9. gr.

Stjórn stofnunarinnar ræður framkvæmdastjóra og ákveður starfskjör hans. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk. Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri stofnunarinnar og kemur fram fyrir hönd hennar í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Framkvæmdastjóra ber að veita stjórnarmönnum og endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur stofnunarinnar, sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum.
 

10.gr.

Stjórn stofnunarinnar skal velja einn eða fleiri löggilta endurskoðendur (eða endurskoðendafélög) ásamt varamönnum til að endurskoða reikninga stofnunarinnar fyrir hvert starfsár. Endurskoðendur má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins.
 

Reikningsárið:

11. gr.

Starfsár og reikningsár er frá 1. janúar til 31 desember. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreiknings og lagt hann fyrir endurskoðendur eigi síðar en 1. mars ár hvert. Aðalfund stofnunarinnar skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Ársfundur skal boðaður með opinberri auglýsingu með tveggja vikna fyrirvara, þar sem fram kemur dagskrá fundarins.  

 

12. gr.

Hagnaði sem verður af starfsemi stofnunarinnar skal valið til þeirra verkefna er greinir í 3. gr. samþykkta þessara. Þó er stjórn hennar heimilt að leggja sanngjarna fjárhæð til hliðar til að tryggja fjárhagsstöðu og áframhaldandi rekstur stofnunarinnar.

Hugsanlegt tap af starfsemi stofnunarinnar verður greitt úr sjóðum félagsins eða fært á næsta reikningsár.

Óheimilt er að skuldbinda stofnunina umfram það sem nemur ¾ eigin fjár hennar á hverjum tíma.
 

 

Breyting samþykkta, slit og sameining:

13. gr.

Heimilt er að breyta samþykktum stofnunarinnar og þarf til þess samþykki allra stjórnarmanna stofnunarinnar á tveimur fundum stjórnar, sem haldnir skulu með minnst einnar viku millibili, svo og samþykki þeirra aðila sem hafa lagt fram minnst 2/3 hluta þess stofnfjár sem farið er með atkvæði fyrir. Til að auka skuldbindingar aðila þarf þó samþykki þeirra allra.


 

14. gr.

Með tillögum um slit og skipti á stofnuninni skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Komi til þess að stofnunin verði lögð niður skal hrein eign hennar renna til hliðstæðra verkefna og tilgreind eru í 3. gr. eftir nánari ákvörðun stjórnar.
 

15. gr.

Þar sem ákvæði samþykkta þessara ná ekki til um hvernig með skuli farið, skal hlíta ákvæðum laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
 


Samþykkt á fundi Markaðsstofu Hafnarfjarðar  ses. í Hafnarfirði , hinn 22. október 2015