Back to All Events

Fyrirtækjaheimsókn Markaðsstofunnar til Gaman Ferða

Fyrsta fyrirtækjaheimsókn MsH af mörgum verður þann 19. október frá kl.17-19 en þá bjóða Gaman Ferðir fyrirtækjunum í bænum í heimsókn. Komdu með þetta er kjörið tækifæri til að kynnast starfsemi Gaman Ferða betur og heyra reynslusögur úr rekstrinum.

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir var stofnuð í upphafi ársins 2012 og er eitt af aðildarfyrirtækjum Markaðsstofunnar. Það voru þeir Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon sem stofnuðu fyrirtækið saman og var fyrsta skrifstofan eldhúsið hjá Þór á Suðurvangi í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur stækkað mjög hratt en núna starfa hjá Gaman Ferðum 15 manns í fullu starfi og fjölmargir aðrir sem fararstjórar.

Hvetjum fyrirtækin í bænum til að koma með í heimsókn til þeirra félaga því fyrirtækjaheimsóknir eru góður vettvangur fyrir hafnfirsk fyrirtæki til að efla og
styrkja tengslanetið og kynnast öðrum fyrirtækjaeigendum í bænum.

Léttar veitingar verða í boði.