Back to All Events

Tónleikaröð Eyþórs Inga - Allar bestu hliðarnar í Bæjarbíói

Eyþór Ingi er án efa einn af okkar fremstu söngvarum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. 

" Allar bestu hliðar Eyþórs Inga, Áhrifavaldar, Tónlistin og eftirhermur" - Júlíus Júlíusson

"Þrátt fyrir allan hláturinn og grínið þá stendur uppúr kvöld með einstökum listamanni. Hann kom td. verulega á óvart sem gítar og píanóleikari, sem söngvari er hann á öðru leveli en flestir og lagavalið var einstaklega gott."
-Rúnar Eff