Back to All Events

Moses Hightower í Bæjarbíó - Hjarta Hafnarfjarðar

Hljómsveitin Moses Hightower sendi á dögunum frá sér sína þriðju breiðskífu, „Fjallaloft“. Platan inniheldur 11 lög, en lögin „Fjallaloft“, „Feikn“, „Trúnó“ og „Snefill“ hafa nú þegar gert góða hluti á öldum ljósvakans.

Síðasta plata Moses Hightower, „Önnur Mósebók“, hlaut einróma lof gagnrýnenda og var m.a. valin plata ársins 2012 hjá Fréttablaðinu. Hljómsveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það árið fyrir lagasmíðar og textagerð, og 5 tilnefningar þar að auki.

Moses Hightower mun flytja lög af nýju plötunni í Bæjarbíó í bland við eldra efni. Hljómsveitin kemur sjaldan fram sökum dreifðrar búsetu, þannig að ekki láta þessa sannkölluðu tónlistarveislu fram hjá ykkur fara! Við hvetjum alla til þess að láta sig ekki vanta á þessa tónlistarveislu í Bæjarbíó þann 16. Nóvember.