Back to All Events

200.000 Naglbítar í Bæjarbíói - Hjarta Hafnarfjarðar

Rokktríóið hefur haft hægt um sig síðustu misseri. En djúpt undir eggsléttu yfirborðinu hefur naglbíturinn verið brýndur og hvattur og er nú orðinn hvass. 200.000 naglbítar sendu fyrir stuttu frá sér nýtt lag, Allt í heimi hér og ný plata er í vinnslu, barmafull af hágæða melódísku rokki. Í Bæjarbíói ætla strákarnir að spila nýtt efni og áður óflutt sem og sígilda naglbítaslagara og lofa að allt verði skilið eftir á sviðinu. Þetta verður veisla