Back to All Events

Velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði

Bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Jólaþorpið

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin.

Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jólahúsa sem eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.

Hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur!

Sunnudagurinn 10. desember frá kl. 11:00 - 17:00

11:00 Jólaball Fríkirkjunnar á Thorsplani

13:30 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna
14:00 Úrslit úr Kaldárhlaupinu - um 10 km víðavangshlaupi frá Kaldárseli/Kaldárbotnum
14:30 Guðrún Árný Karlsdóttir og barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju
15:00 Jólaball með Gilitrutt og Hróa Hetti úr leikhópnum Lottu

Grýla verður á vappi um bæinn frá kl. 14-16. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13-17 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Grýla.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Í jólahúsunum verða ýmsar gómsætar veitingar fyrir sælkera til sölu og vörur til að taka með heim á veisluborðið eins og hangikjöt, grafinn hrossavöðvi, jólaskinka og reyktur og grafinn lax og alls kyns hollustuvörur úr íslensku hráefni en einnig pönnukökur bakaðar á staðnum.

Þá verður hægt að kaupa handgerða skartgripi, dagatöl og skipulagsvörur og alls kyns jólaskraut. Hönnun og handprjónaðar lopavörur verða á sínum stað og treflar og teppi úr alpaca ull frá Ekvador. Þá verða til sölu allskonar verk úr Fimo leir, hlýr undirfatnaður fyrir íslenskar aðstæður og laserskorið punterí fyrir heimilið og allskonar dót í jólapakkann eða fyrir jólasveininn í skóinn.

Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Salernisaðstaða fyrir gesti er á annarri hæð í Firði, í Hafnarborg, Byggðasafninu og Bókasafninu.

Allir velkomnir!