Back to All Events

Velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði

Bjóðum ykkur hjartanlega
velkomin í Jólaþorpið

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin.

Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jólahúsa sem eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.

Hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur!

DAGSKRÁ JÓLAÞORPSINS

Sunnudagurinn 17. desember frá kl. 12:00 - 17:00

13:30 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna
14:00 Kór og barnakór Ástjarnarkirkju
14:30 Geir Ólafsson
15:00 Jólaball með Sigga Hlö

Grýla verður á vappi um bæinn frá kl. 14-15. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13-17 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Grýla.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Salernisaðstaða fyrir gesti er á annarri hæð í Firði, í Hafnarborg, Byggðasafninu og Bókasafninu.

Allir velkomnir!