Back to All Events

Þorláksmessutúr Bubba Morthens í Bæjarbíói - Hjarta Hafnarfjarðar

ÞORLÁKSMESSUTÚR BUBBA MORTHENS 2017

Í ár bregður Bubbi ekki út af vananum með að halda þorláksmessutónleika víðsvegar um landið en þó er breyting á þar sem hann bætir við einum viðkomustað í ár.  Það  er hið rómaða Bæjarbíó í Hafnarfirði en hann mun hefja þorláksmessutúrinn þar í ár.

Fáar hefðir í tónlist hafa orðið jafn lífseigar og þorláksmessutónleikarnir hans Bubba og eru þeir orðnir fastur liður í undirbúningi jólanna hjá fjölda fólks.  Margir koma á tónleikana og enn fleiri hlusta á útsendingu Bylgjunnar heimafyrir eða í bílnum þegar verið er að ganga frá síðustu gjöfunum.  Eitt er víst að fyrir marga myndi vanta mikið í jólhaldið ef ekki væru þorláksmessutónleikar Bubba Morthens

Miðasala á, www.midi.is / www.harpa.is / www.mak.is

Allar nánari upplýsingar á www.prime.is