Back to All Events

Bæjarbíó-bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór í Bæjarbíói - Hjarta Hafnarfjarðar

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór hafa þekkst allt frá því að sá síðarnefndi fæddist. Þeir eru einstaklega góðir vinir og eiga sömu mömmuna og sama pabbann. Árin 2011 og 2012 héldu þeir tónleika skömmu fyrir jólin í Bæjarbíói í Hafnarfirði en undanfarin tvö ár hafa þeir troðið upp í desembermánuði í Austurbæ

Nú ætla strákarnir prúðu aftur í heimabæinn sinn þar sem þeir munu halda fjölskyldutónleika 17. desember. Munu þeir flytja öll sín vinsælustu lög í bland við önnur og því ekki ólíklegt að lög eins og Í síðasta skipti, Gefðu allt sem þú átt, Fröken Reykjavík og Ljúft að vera til fái að hljóma í Bæjarbíó. Þá eru líkur á því að þeir bræður spjalli eilítið á milli laga og má búast við að það verði ekki margt viturlegt sem þeir deili með áhorfendum en skemmtilegt verður það vonandi.

Svo skömmu fyrir jól hefur jólaandinn heltekið þá bræður og því er það einlæg von þeirra að fólk gangi út með bros á vör og kærleika í hjarta. Hafa ber í huga að í fyrra seldist upp á ferna tónleika þeirra bræðra í Austubæ svo það er ráðlegt að tryggja sér miða í tíma.

Miðasala er hafin á midi.is