Back to All Events

Jón Jónsson í Bæjarbíói - Hjarta Hafnarfjarðar


Hinir árlegu tónleikar Jóns Jónssonar í samstarfi við Coca Cola fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Jón hefur síðan 2013 haldið tónleika á þessum árstíma í Austurbæ en eftir að tónleikastarfseminni þar lauk lá beinast við að halda á heimaslóðir í Hafnarfirðinum.

Þó tónleikarnir séu haldnir skömmu fyrir jólin eru þeir ekki eiginlegir jólatónleikar. Auðvitað svífur jólaandinn og kærleikurinn yfir vötnum en lagabálkurinn samanstendur þó að mestu af lögum úr smiðju Jóns. Sem fyrr mun Jón njóta fulltingis hljómsveitar sinnar, blásara og bakradda og eftir útgáfu nýjasta lags Jóns, Þegar ég sá þig fyrst, eru töluverðar líkur á því að strengjakvartett láti ljós sitt skína í vel völdum lögum. „Það eru forréttindi að fá að flytja lögin mín í sinni stærstu mynd árlega, rétt fyrir jólin. Ég er svo þakklátur öllum þeim sem hafa mætt undanfarin ár og hlakka til að sjá þau á nýjan leik og vona auðvitað að ný andlit bætist í hópinn.“