Back to All Events

Velkomin í Jólaþorpið á Þorláksmessu

Jólaþorpið verður frá kl. 12-22 á Þorláksmessu. Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.

Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jólahúsa sem eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.

Hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur!

DAGSKRÁ JÓLAÞORPSINS á Þorláksmessu 23. desember 2017

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Laugardagurinn 23. desember frá kl. 12:00 - 22:00

14:00 Sönghópurinn Mistiltónar
14:30 Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
15:00 Jólaball með Langlegg og Skjóðu

Jólasveinar og Grýla verða á vappi um bæinn frá kl. 14:00 - 15:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 17:00 og 19:00 - 22:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Grýla. 

Jólaganga á Þorláksmessu
Safnast verður saman á Hörðuvöllum og gengið sem leið liggur í Jólaþorpið á Thorsplani kl. 19:00. (Vestur Tjarnarbraut og Skólabraut, út Austurgötu og vestur Lækjargötu og inn Strandgötu.) Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur kyndla á Hörðuvöllum. Við bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla.

19:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna
19:00 Jólaganga frá Hörðuvöllum í Jólaþorpið
19:30 Samsöngur í Jólaþorpinu
19:45 Óperudúettinn Davíð og Stefán syngja hress jólalög
20:15 Fanný Lísa Hevesi og Antonia Hevesi leika jólalög

Kynnir er Felix Bergsson.

Later Event: December 23
Jólaganga á Þorláksmessu