Back to All Events

Hátíð Hamarskotslækjar í Annríki

Hátíð Hamarskotslækjar var haldin hátíðleg í fyrsta skipti 12. desember 2010 í Hafnarfirði.  Hátíðin er haldin til heiðurs Jóhannesi J. Reykdal.  Þáttaskil urðu í sögu þjóðarinnar þegar Jóhannes J. Reykdal stofnar fyrstu almenningsrafveitu á Íslandi sem tók til starfa 12.desember 1904 við Hamarskotslæk í Hafnarfirði.  Í ár eru 113 ár liðin frá því að Jóhannes J. Reykdal kveikti rafljós í 16 húsum í Hafnarfirði.

 Meðal þessara 16 húsa sem fengu raflýsingu, var fyrsta verksmiðjan  sem var raflýst, fyrsta skólastofnunin, fyrsta samkomuhúsið ásamt heimili frumkvöðulsins Jóhannesar J.Reykdal.

Dagskrá Hátíðar Hamarskotslækjar

9. desember                     Suðurgata 73 fyrirtækið Annríki

kl. 13.00 Fræðasetrið Annríki kynnir íslenskt handverk: Guðrún Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson kynna þjóðbúninga og silfursmíði.

kl. 14.00 Hátíð Hamarskotslækjar fyrirlestur:

Steinunn Guðnadóttir: Uppbygging skólamannvirkja á vegum Jóhannesar J. Reykdal.                       

kl. 14.45 Kvikmyndasýning á vegum Halldórs Árna Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns, sjá netsamfelag.is

kl. 15.00  Upplestur: Sigurjón Gunnarsson les upp úr bók sinni Tréskurður, og sýnir handverk sitt.

Sögusýning á sögupjöldum sem segir frá frumkvöðlinum Jóhannesi J. Reykdal sem lýsti upp Hafnarfjörð með því að stofna fyrstu almenningsrafveitu landsins.

Kaffi á könnunni.