Back to All Events

Hátíð Hamarskotslækjar Kaldárhlaup

Hátíð Hamarskotslækjar var haldin hátíðleg í fyrsta skipti 12. desember 2010 í Hafnarfirði.  Hátíðin er haldin til heiðurs Jóhannesi J. Reykdal.  Þáttaskil urðu í sögu þjóðarinnar þegar Jóhannes J. Reykdal stofnar fyrstu almenningsrafveitu á Íslandi sem tók til starfa 12.desember 1904 við Hamarskotslæk í Hafnarfirði.  Í ár eru 113 ár liðin frá því að Jóhannes J. Reykdal kveikti rafljós í 16 húsum í Hafnarfirði.

Meðal þessara 16 húsa sem fengu raflýsingu, var fyrsta verksmiðjan  sem var raflýst, fyrsta skólastofnunin, fyrsta samkomuhúsið ásamt heimili frumkvöðulsins Jóhannesar J.Reykdal.

10.desember Kaldárhlaup (skráning og nánari upplýsingar á Hlaup.is)

kl. 12.15 Hlauparar mæta við Hafnarfjarðarkirkju og fá keppnisnúmmer í boði Intersport.

kl. 12.30 Keppendum er ekið að rásmarki við Kaldársel/Kaldárbotna í boði Hópbíla.

kl. 13.00 Kaldárhlaup er um 10 km.víðavangshlaup. Hlaupaleiðin er farvegur Hamarskotslækjar.

Rásmark er við Kaldársel, hlaupið eftir Kaldárselsvegi með tveimur lykkjum út frá honum. Hlaupið að Lækjarbotnum og áfram að læknum við leikskólann Hlíðarenda efst í Setbergshverfi, þaðan meðfram Hamarskotslæk eftir göngustígum að Strandgötu, að Þórsplani við Jólaþorpið.

kl.14.00 Fyrstu verðlaun og útdráttarverðlaun verða afhent af Grílu á sviði Jólaþorpsins strax að hlaupi loknu. Eftirtalin fyrirtæki gefa verðlaun: Fyrstu verðlaun Tilveran veitingahús, úttektarverðlaun:  Gullsmiðjan, Skipt í miðju hársnyrtistofa, Stoðtækni skósmiðja, Gamla matarbúðin–urta.islandica, Icewear, Síminn.

Keppendur fá frítt í Suðurbæjarlaug í boði  Hafnarfjarðarbæjar að hlaupi loknu.