Back to All Events

Jólaævintýrið í Hellisgerði - Jólaþorpið

Hið árlega jólaævintýri fer fram í Hellisgerði laugardagskvöldið 9. desember kl. 20. Ævintýrið er ætlað þeim sem vita að jólasveinar eru til og fylgdarfólki þeirra. Felix Bergsson mun taka á móti gestum klukkan kl. 20 og mikilvægt er að allir hafi með sér vasaljós eða luktir.

Gestir ferðast um Hellisgerði og þeir sem trúa gætu orðið varir við við jólaálfana Þorra og Þuru, Jólaköttinn, Grýlu og Leppalúða og börnin þeirra Skjóðu og jólasveinana sem eru farnir að stelast í bæinn. Þá sjá Jólabjöllurnar um að skapa réttu stemminguna og syngja nokkur jólalög.

Jólaævintýrið í Hellisgerði er samvinnuverkefni Jólaþorpsins og Íslandsbanka í Hafnarfirði. Litla Álfabúðin verður opin og Björgunarsveit Hafnarfjarðar mun selja kyndla á staðnum.

Earlier Event: December 9
Hátíð Hamarskotslækjar í Annríki