Back to All Events

Með hátíð í hjarta - Kór Öldutúnsskóla, Svavar Knútur og Agnar Már Magnússon

Kór Öldutúnsskóla býður upp á ljúfa hádegisstund í Hafnarfjarðarkirkju ásamt þeim Svavari Knúti söngvaskáldi og Agnari Má Magnússyni píanista og tónskáldi. Efnisskráin er helguð boðskap jólanna, frið og kærleik.

Að þessu sinni syngja 81 börn í Kór Öldutúnsskóla, 37 í eldri kórnum og 44 í þeim yngri. Þau hlakka til að flytja fjölbreytta jólatónlist og ekki minnst að hitta sem flesta.

Komið og njótið.

Earlier Event: December 9
Velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði
Later Event: December 9
Hátíð Hamarskotslækjar í Annríki