Back to All Events

Þjóðbúninganámskeið Annríkis - þjóðbúningar og skart

Þjóðbúninganámskeið hefjast þriðjudaginn 19. september 2017. Kennt í 11 vikur, einu sinni í viku kl. 18.30-21.30.

Námskeiðin taka mislangan tíma allt eftir þeim búning sem ætlunin er að sauma. Yfirlit yfir þau námskeið sem í boði eru finnur þú hér. Einnig eru nánari upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig að finna á vefsíðunni.

Efni og tillegg fæst í Annríki
Máltaka fer fram í fyrsta tíma fyrir hvern búning. Nemendur velja og kaupa efni og tillegg sem fæst í Annríki.

Búninginn fá nemendur tilsniðinn í næsta tíma. Allt skart á búninga fæst í Annríki, nemendur geta keypt skart eða látið laga gamalt. Á námskeiðstímanum er búningurinn fullkláraður undir styrkri leiðsögn.

Allir geta ef vilji er fyrir hendi
Það er viðamikið verkefni að sauma þjóðbúning. Góðan tíma þarf til verksins. Talsverðrar heimavinnu er krafist ásamt góðri mætingu til að halda námskeiðsáætlun.

Nemendur læra og tileinka sér fjölbreytt handverk. Ýmsarútfærslur eru í boði við gerð búninga hvað varðar skreytingar. Því fer mismunandi tími í hvert verk.

Öllum búninganámskeiðum lýkur með hátíðlegri útskrift.

Tökum vel á móti þér
Við hlökkum alltaf til að fara af stað með nýja hópa og halda áfram með þá sem fyrir eru. Við erum ávalt reiðubúin að leiðbeina og veita svör við spurningum sem upp geta komið.

Þú getur skráð þig á námskeið hér eða haft samband í síma 511-1573/898-1573 (Hildur).

Earlier Event: September 19
Flensborgarhlaupið
Later Event: September 20
Lýðheilsuganga - Hraunaganga