Lýðheilsugöngur í Hafnarfirði vegna 90 ára afmælis Ferðafélag Íslands
Álfaganga – gengið frá Hafnarborg. Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur og álfaleiðsögukona leiðir gönguna og segir frá helstu álfastöðum og sögum í mið- og suðurbæ Hafnarfjarðar.
Hafnarfjarðabær og Ferðafélag Íslands bjóða áhugasömum að taka þá í áhugaverðum göngum í Hafnarfirði í september. Hafnarfjörður er heilsubær og í því verkefni er sérstök áhersla á vellíðan, hreyfingu og kynna fyrir bæjarbúum uppland bæjarins. Ferðafélagið fagnar í mániðinum 90 ára afmæli sínu og stendur fyrir slíkum göngum um allt land.
Ráðgert er að göngurnar fari fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00, séu allajafna fjölskylduvænar og taki u.þ.b. 60-90 mín.