Back to All Events

Þungarokksveitin DIMMA í Bæjarbíói

Þungarokksveitin DIMMA kemur fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði laugardaginn 16. september.
Dimma er á fullu út um allt land að kynna Eldraunir, sína nýjustu plötu, fyrir rokkþyrstum áheyrendum á öllum aldri.
Platan hefur fengið gríðargóðar viðtökur og er ein söluhæsta plata landsins um þessar mundir. Tónleikar Dimmu eru mikið sjónarspil þar sem allt er lagt í sölurnar og eru þeir félagar mjög spenntir að láta drynja í
nýuppgerðu Bæjarbíói. Það er því auðvelt að lofa stórkostlegum tónleikum þar sem allt getur gerst.

Um DIMMU
DIMMA hefur skipað sér í flokk allra vinsælustu hljómsveita landsins á síðustu árum. Sveitin hefur komið fram á hundruðum tónleika út um allt land og gefið út fjölmargar plötur og mynddiska. Tónleikar Dimmu hafa verið sendir út í sjónvarpi og útvarpi og sveitin hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. DIMMA vann “Flytjandi ársins” á Hlustendaverðlaununum 2016 og hlaut Krókinn – sem er sérstök viðurkenning RÚV fyrir lifandi flutning á árinu 2014.

DIMMA á Facebook: https://www.facebook.com/dimmamusic/

DIMMA á Spotify: https://open.spotify.com/artist/6aWektyglfpO0k93ns3J1Z

Earlier Event: September 15
Rapp hljómsveitin Úlfur Úlfur Bæjarbíó
Later Event: September 17
Þungarokksveitin DIMMA í Bæjarbíói