Back to All Events

Flensborgarhlaupið

Hið árlega Flensborgarhlaup hefur fest sig í sessi sem fjölskylduviðburður hér í Hafnarfirði og fer nú fram í sjöunda sinn þriðjudaginn 19. september kl 17.30. Hlaupið er alfarið unnið af sjálfboðaliðum og rennur ágóði þess óskiptur til málefnis tengdu ungu fólki og í ár er það verkefni á vegum Reykjalundar fyrir ungt fólk með heilaskaða.

Hlaupið er framkvæmt af starfsfólki og nemendum Flensborgarskólans með dyggum stuðningi frá Hlaupahópi FH, Skokkhópi Hauka og Hafnarfjarðarbæ.

Boðið er uppá þrjár vegalengdir, 10 km og 5 km með tímatöku og 3 km án tímatöku. Hlaupið er frá skólanum í átt að Kaldárseli og til baka aftur en hlaupaleiðina má sjá á heimasíðu hlaupsins www.flensborgarhlaup.is .

Allir eru velkomnir, skáningagjöldum er stillt í hóf og hafa keppendur verið allt frá hröðustu hlaupurum landsins til þeirra sem velja að fara í frísklega göngu. Eftir hlaupið verða verðlaun veitt í Hamarssal og fjöldi glæsilegra útráttaverðlauna afhentur. Heitt verður á könnunni og smá næring fyrir hlaupara.

Sjá má nánari upplýsingar á heimasíðu hlaupsins www.flensborgarhlaup.is, á feisbókarsíðu Flensborgarskólans og á www.hlaup.is þar sem skráning fer fram.

við erum einnig með viðburð á feisbókinni sem hægt er að deilahttps://www.facebook.com/events/337213496720272/ , þá er hlaupið með heimasíðu sem er með hagnýtum upplýsingum og hægt að skrá sig í gegnum www.flensborgarhlaup.is og á www.hlaup.is . Einnig er von á veggplaggati á næstu dögum sem mun verða hengt upp víða um bæinn.