Back to All Events

Söngleikurinn Mormónabókin Leikfélag Flensborgar

Leikfélag Flensborgar kynnir með stolti söngleikinn Mormónabókina sem er byggður á hinum vinsæla og margverðlaunaða söngleik. Book of Mormon.

Jón fyrirmyndamormóni og Þorlákur  vandræðagemsi eru trúboðsfélagar sem sendir eru til Úganda til að frelsa alla Afríku. Að sjálfsögðu grípa örlög og ástir í taumana og frelsunin gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Söngleikurinn er drepfyndin ádeila á trúarofstæki í Ameríku fullur af flugbeittum húmor og frábærum lögum.

Leikstjóri  er Björk Jakobsdóttir en hún hefur leikstýrt og sviðsett fjölda  sýninga með ungu fólki. Þar á meðal Stefán rís, Konubörn, Unglingurinn og Versló söngleiki eins og Moulin Rouge og V.Í will rock you. Tónlistarstjórn er í höndum snillingsins Halls Ingólfsonar og söng og leikdívan Þórunn Lárusdóttir sér um söngstjórn. 

https://midi.is/atburdir/1/9995/Mormonabokin

Earlier Event: September 22
Konukvöld - taktu kvöldið meira síðar!
Later Event: September 22
Októberfest í Ölhúsinu