Back to All Events

Álfahátíð í Hellisgerði til styrktar Hugarafli

Barna og fjölskylduhátíð til styrktar Hugarafli.
Ókeypis aðgangur.

Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna milli kl 14-17 í þessu frábæra ævintýralega umhverfi sem Hellisgerði er.

Dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

* Álfaganga um Hellisgerði með Sigurbjörgu Kjartansdóttur sagnfræðingi
* Benedikt búálfur
* Barnaheilun
* Nuddari sem býður upp á tásunudd fyrir börnin
* Húlladúlla ...
* Andlitsmálning
* Álfaleit
* Álfasögustund
* Trúður mætir á svæðið
* Hljómsveitin Ylja leikur nokkur lög.

Veitingasala á staðnum þar sem allur peningur rennur beint til Hugarafls.

Einnig mun Hugarafl selja jólakortin sín og verður starfsmaður á þeirra vegum að kynna samtökin.

Hér er hægt að kynna sér starfsemi Hugarafls betur:
http://www.hugarafl.is/

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga saman skemmtilega stund um leið og við styrkjum þetta frábæra og þarfa málefni