Back to All Events

Til heiðurs AMY WINEHOUSE í Bæjarbíó Bryndís Ásmunds ásamt stórsveit

Stórsöngkonan Bryndís Ásmunds ásamt hljómsveit heiðra Amy Winehouse og flytja öll hennar bestu lög í Bæjarbíói Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 14. sept n.k. Bryndísi til halds og trausts verður einvala lið íslenskra hljóðfæraleikara, ásamt blásurum og bakröddum.

Þetta er í annað sinn sem Byndís heiðrar Amy í Bæjarbíói en hún kom fram í mai fyrir fullu húsi og var stemmningin rafmögnuð. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í september

Bryndís hefur sýnt það og sannað að hún er einstök söngkona og túlkun hennar á Amy er hreint út sagt mögnuð.