Back to All Events

Íbúafundur vegna borgarlínu fundinum verður streymt á Facebook síðu Hafnarfjarðar

Þann 18. janúar næstkomandi verður haldinn kynningarfundur vegna Borgarlínu. 

Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri mun halda erindi ásamt Ólöfu Kristjánsdóttur verkfræðingi og fagstjóra samgöngu hjá verkfræðistofunni Mannvit. Kynnt verður hið nýja kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa ásamt skýrslu Mannvits um úttekt á göturými.

Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg og hefst kl.17. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um 1,5 klst. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn. Vegna gríðarlegs áhuga á fundinum verður honum STREYMT á Facebook síðu Hafnarfjarðar.