Back to All Events

Safnanótt í Hafnarborg

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar frá kl. 18-23.

Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð - www.vetrarhatid.is - sem stendur yfir dagana 1. – 4. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í söfnum víða um höfuðborgarsvæðið og mun Safnanæturstrætóinn sjá um að keyra gestum á milli safnanna. Safnanæturleikurinn verður í gangi - laufléttar spurningar og stimplar frá mismunandi söfnum. Þátttökublað verður hægt að nálgast á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt.

 

 Hafnarborg

 - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 Sýningar:

Ultimate, Relative 18:00 – 23:00
Innsetning eftir Ráðhildi Ingadóttur sem fjallar um drauma og minningar og samanstendur af teikningum, skúlptúrum og myndbandsverkum sem varpað er á hráull.

Minningarbrot og leyndir staðir // Memories and Hidden Places 18:00 – 23:00
Sýning á ljósmyndum eftir danska ljósmydarann Astrid Kruse Jensen sem heimsótti Ísland fyrir 15 árum síðan og vann ljósmyndaseríur sem síðan hafa borið hróður hennar víða. Í verkum sínum fæst Astrid við myrkrið, tómleikann og minnið.

 • Gamall draumur
  Í tilefni safnanætur verður videoverki eftir Ráðhildi Ingadóttur varpað á húsgafl Hafnarborgar þar sem gestir safnsins og fólk í nágrenni þess gera notið.
   
 •  18:00 – 20:30 Draumasmiðja
   Listasmiðja fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Smiðjan tengist umfjöllunarefni yfirstandandi sýninga í Hafnarborg, draumar og minningar sem efniviður í sköpun.
   
 •  18:00 – 20:00 Draumafangarar listasmiðja
  Draumafangaragerð fyrir 8 ára og eldri. Það er skemmtilegt og einfalt að búa til draumafangara, Tinna Þórudóttir Þorvaldar verður í Hafnarborg og leiðbeinir áhugasömum.
   
 • 20:00 – 23:00 Teboð
  Hafnarborg tekur hlýlega á móti gestum Safnanætur og býður uppá fjölbreytt úrval te-tegunda.
   
 • 20:00 – 20:30 Leiðsögn um sýninguna Ultimate, Relative
  Leiðsögn um sýninguna Ultimate, Relative, innsetningu eftir Ráðhildi Ingadóttur. Ráðhildur hefur lengi fengist við hið óendanlega og eilífa í verkum sínum.
   
 •  21:00 – 21:30 Leiðsögn - Minningarbrot og leyndir staðir
  Leiðsögn um sýninguna. Danski ljósmydarinn Astrid Kruse Jensen heimsótti Ísland fyrir 15 árum og vann hér ljósmyndaseríur sem síðan hafa borið hróður hennar víða.
   
 •  21:00 – 22:00 Draumar, talnaspeki og lófalestur
  Fáðu ráðið úr draumum þínum, láttu lesa framtíðina úr lófa þínum eða rýnt í tölur nafns þíns.
   
 • 21:30 – 22:30 Heim til míns hjarta - Marteinn Sindri
  Tónlistarmaðurinn og Hafnfirðingurinn Marteinn Sindri mun leika fyrir gesti Hafnarborgar efni af fyrstu hljóðversplötu sinni sem væntanleg er á þessu ári. Með Marteini leika kontrabassaleikarinn Óttar Sæmundsen og slagverksleikarinn Ólafur Björn Ólafsson.