Back to All Events

Vetrarfrí dagskrá í Bókasafni Hafnarfjarðar


Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á bókasafnið í vetrarfríinu. Á barnadeild verður hægt að föndra, spila og lita alla dagana en einnig verður boðið upp á sögustund, bíósýningar og föndur með sérstakar tímasetningar.

Laugardagur 24. febrúar
KL. 13 SÖGUSTUND
Lesin verður saga sem hentar börnum á aldrinum 4-8 ára.

Mánudagur - 26. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ
Kvikmyndin Níu líf verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 SLÍMGERÐ
Við tökum þátt í slímæðinu og útbúum slímverksmiðju í fjölnotasal bókasafnsins. Allt efni á staðnum.

Þriðjudagur - 27. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ
Kvikmyndin The Lego Batman Movie verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 FUGLAFÓÐURSGERÐ
Við ætlum að föndra fuglafóðrara sem hægt er að hengja í tré eða utan á hús.

Earlier Event: February 23
Vetrarfrí í Hafnarborg