Back to All Events

JóiPé x Króli - Fjölskyldutónleikar í Bæjarbíó

Það hafa fáir tónlistarmenn komið inn með öðrum eins krafti eins og JóiPé og Króli hafa gert á undanförnum mánuðum. Þessir ungu rapparar hafa slegið öll met og platan þeirra Gerviglingur án nokkurs vafa ein af plötum ársins 2017. Plötunni hefur nú þegar verið streymt yfir 5 milljón sinnum og virðist ekkert geta stoppað strákana.

Nú eru þeir í óðaönn að undirbúa útgáfu næstu breiðskífu sem má búast við fyrri part ársins 2018. Þeir hafa verið duglegir að spila um allt land og þykir einlæg og fjörug sviðsframkoma þeirra skara framúr.

Strákarnir þykja líka frábærar fyrirmyndir og því tilvalið að fara með yngri kynslóðina á tónleika.

Tónleikarnir verða í hæfinlegri lengd fyrir yngri áhorfendur og strax eftir tónleika munu þeir gefa sér góðan tíma fyrir myndatökur og tilheyrandi.