Back to All Events

Safnanótt í Bókasafni Hafnarfjarðar

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar frá kl. 18-23.

Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð - www.vetrarhatid.is - sem stendur yfir dagana 1. – 4. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í söfnum víða um höfuðborgarsvæðið og mun Safnanæturstrætóinn sjá um að keyra gestum á milli safnanna. Safnanæturleikurinn verður í gangi - laufléttar spurningar og stimplar frá mismunandi söfnum. Þátttökublað verður hægt að nálgast á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt.

Bókasafn Hafnarfjarðar

 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 VIÐBURÐIR ALLT KVÖLDIÐ FRÁ 18-23

 • RATLEIKUR MEÐ GEIMVERUÞEMA
  Frábær skemmtun fyrir alla. Dregið verður úr réttum lausnum þriðjudaginn 6. febrúar 2018 og hljóta þrír heppnir þátttakendur vinning.
   
 •  LEGOKARLASÝNING
  Um það bil 150 mismunandi legokarlar (e. minifigures) í eigu starfsfólks hefur verið komið fyrir í sýningarskápnum í anddyri bókasafnsins. Sjón er sögu ríkari.
   
 •  PALLETT - KAFFIHÚS
  Við sköpum kaffihúsastemningu á fyrstu hæð bókasafnsins í sam· starfi við Pallett sem selur veitingar. Það er tilvalið að gæða sér á góðgæti frá þeim yfir skemmtiatriðunum.
   
 •  ÓKEYPIS BÆKUR
  Við gefum afskrifaðar bækur og gjafabækur sem ekki nýtast safninu. Margar fróðlegar og skemmtilegar bækur fyrir alla í leit að nýjum eigendum.

  VIÐBURÐIR MEÐ AÐRAR TÍMASETNINGAR

 •  Kl. 18 FERÐIN TIL MARS - UPPLESTUR
  Eyrún Ósk Jónsdóttir les úr nýrri bók sinni og Helga Sverrissonar sem kom út fyrir jól. Ferðin til Mars er skemmtileg og spennandi bók fyrir börn og unglinga.
   
 •  Kl. 18-20 GEIMVERUGERÐ
  Hvernig heldur þú að geimverur líti út? Grænar, gráar, loðnar, eineygðar? Komdu við á barnadeild, gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn og föndraðu þína eigin geimveru.
   
 •  Kl. 18-20 KATTHOLT
  Hægt verður að kaupa ýmiskonar varning til styrktar félaginu. Einnig verður hægt að skoða myndir af kisum í heimilisleit og kynna sér starfsemi Kattholts.
   
 •  Kl. 18:30 LEIKFÉLAG FLENSBORGARSKÓLANS
  Leikfélag Flensborgarskólans sýnir söngatriði úr leikgerð kvikmyndarinnar Pitch Perfect sem frumsýnt verður í Gafl· ara· leikhúsinu í mars.
   
 •  Kl. 19 GAFLARALEIKHÚSIÐ
  Leikarar Gaflaraleikhússins sýna atriði úr nýjum fjölskyldu· söngleik, Í skugga Sveins, sem frumsýndur verður þann 4. febrúar næstkomandi.
   
 •  Kl. 18:45 & 19:15 SÖGUSTUND Á ANNARRI PLÁNETU
 •  Eitthvað undarlegt virðist hafa lent inni í bókageymslunni við barnadeildina. Við hvetjum öll börn til að koma og kanna málin nánar og hlusta í leiðinni á skemmtilega sögu.
   
 •  Kl. 19:30-20:30 ÁRNÝGURUMI
  Amigurumi felur í sér að hekla litlar fígúrur o.fl. í þrívídd. Árný Hekla Marinósdóttir (Árnýgurumi) leiðbeinir áhuga· sömum um helstu undirstöðuatriði í amigurumi hekli.
   
 •  Kl. 21 ERU TIL AÐRAR GEIMVERUR?
  Sævar Helgi veltir fyrir sér ýmsum spurningum varðandi líf á öðrum hnöttum. Ef veður leyfir gefst gestum tækifæri til að kíkja í gegnum sjónauka.
   
 •  Kl. 21:00 MARS ATTACKS! - BÍÓ
  Stjörnum prýdda geimveru-grínmynd Tim Burtons frá 1996 verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins. Athugið að myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára.
   
 •  Kl. 22 AUÐUR - TÓNLEIKAR
  Lista- og raftónlistarmaðurinn AUÐUR tekur lög af frumraun sinni, Alone, sem kom út í fyrra. Dúnmjúk R&B tónlist með ástríkum textum um einmanaleika og þrár.