Back to All Events

Dimma - Rokkað kjaftæði og hin lögin í Bæjarbíói

Rokkað kjaftæði með Dimmu í Bæjarbíói Hafnarfirði.

Þann 13. apríl mun þungarokksveitin DIMMA blása til tónleika á einum flottast tónleikastað höfurborgarsvæðisins, Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þeir Dimmu piltar héldu tvenna uppselda tónleika í húsinu síðasta haust og hafa brunnið í skinninu að koma aftur síðan þá.

Nú ber þó nýrra við því tónleikarnir verða ekki alveg með heðfbundnu sniði. Á fyrri helmingi kvöldsins mun sveitin gerast skrafhreyfin mjög, því hnokkarnir munu segja sögur úr herbúðum sveitarinnar, ræða tilurð laganna, kjafta frá sniðugum atburðum og almennt séð reyna að vera fyndnir og hressir.

Ekki mun þó allur fyrri hálfleikur fara í mas því nokkur vel valin lög munu fylgja með og lofa þessir svokölluðu tónlistarmenn því að vanda sig sérstaklega mikið við flutninginn.

Eftir hlé verður enn boðið upp á nýmeti þótt gamalt sé, því þá taka við hefðbundnir tónleikar án allra málalenginga nema hvað að lögin á söngskránni verða þau lög af plötum Dimmu sem sjaldan fá að heyrast á tónleikum, lög sem alla jafna flokkast sem „hin lögin“.

Það er því óhætt að lofa því að hér sé ansi hressandi kvöld í uppsiglingu, þó níðþungt og ógurlegt verði.

Forsala er á midi.is