Back to All Events

Dimma - fjölskyldutónleikar í Bæjarbíói

Vegna fjölda áskoranna mun þungarokksveitin DIMMA koma fram á fjölskyldutónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði þann 14. apríl. Tónleikarnir hefjast kl 16 og mun sveitin leika mörg sín þekktustu lög í um klukkustund. Meðlimir Dimmu munu svo koma fram eftir tónleikana til að hitta og spjalla við þá tónleikagesti sem það vilja.

Þessir tónleikar henta vel fyrir áhangendur DIMMU á öllum aldri því ekkert er slegið af í framkomu né hljóðstyrk enda er sveitin ekki þekkt fyrir neitt hálfkák þegar kemur að tónleikahaldi. Þetta er þungarokk og ekkert kjaftæði.

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að þó að það sé alltaf góð skemmtun að hlusta á þungarokk þá eru þetta sitjandi tónleikar í númeruðum sætum og því gæti þetta ekki hentað allra yngstu rokkurunum.

Þá er aldrei nógu oft minnst á að passa ung og viðkvæm rokkeyru og best er að koma með þartilgerðar barnaheyrnarhlífar, þær fast víða og kosta ekki mikið. Það er nefnilega ekki töff að skemma heyrnina sína og augljóst er að sumir meðlimir Dimmu ættu að hafa hugsað um þessa staðreynd fyrir allnokkru síðan...