Back to All Events

Marsfundur Bókmenntaklúbbs Bókasafns Hafnarfjarðar

Marsfundur Bókmenntaklúbbs Bókasafns Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 14. mars kl. 19.

Fjallað verður um bókina Fólkið sem gat ekki dáið eftir Natalie Babbitt.

Um bókina:
Tíðindalítil og einmanaleg tilvera hinnar 10 ára gömlu Winnie Foster breytist snarlega þegar henni er rænt. Hún kemst að skelfilegu leyndarmáli Tuckfólksins sem hefur litið nákvæmlega eins út í 87 ár, hún eignast vini, situr hest sem ekki er hægt að drepa og heyrir hljóðið þegar skeftið á haglabyssu skellur á hnakka. Sagan er allt í senn, spennandi, hugljúf, áleitin og tregafull og hefur unnið hug og hjörtu lesenda á öllum aldri.

Allir velkomnir!