Back to All Events

Sólstafir í Bæjarbíó

Sólstafir gáfu út sína 6. plötu í Maí 2017, og herjuðu rakleiðis á tónleikaferðalag um Evrópu þræðandi tónleikahátíðar, ásamt því að leika á Eistnaflugi.
Í lok sumars hélt sveitin á sinn fyrsta suður-ameríku túr og léku þar í Argentínu, Chile, Kólómbíu, Brazilíu og Mexíkó.
Sveitin hélt svo í 6 vikna “headline túr” um Evrópu með dönsku sveitinni Myrkur og hinum íslensku Árstíðum sem upphitunarhljómsveitir.
Þess má geta að Ragnar Ólafsson úr Árstíðum leikur á orgel með Sólstöfum um þessar mundir.

Óhætt er að segja að nýjasta afurð sveitarinnar “Berdreyminn” hafi verið tekið einkar fagnandi þar sem annað hvort var uppselt eða stútfullt útaf dyrum á alla tónleika.

Sólstafir hafi ekki komið fram í Reykjavík síðan Júní 2016, og einungis leikið á Eistnaflugi 2017, Neskaupstað síðan “Berdreyminn” kom út.
Það er því mikil tilhlökkun í mönnum að leika fyrir heimamenn loks.