Back to All Events

SYCAMORE TREE í Bæjarbíói

Sycamore Tree heldur tónleika um páskahelgina, laugardaginn 31.mars í Bæjarbíó, Hafnarfirði. Ásamt því að spila efni af plötu sinni SHELTER þá mun hljómsveitin einnig spila nýtt efni sem hefur verið að fá frábærar viðtökur á síðustu tónleikum dúettsins. Tónlist þeirra Ágústu Evu Erlendsdótttur og Gunna Hilmarssonar hefur fengið mikla spilun á öldum ljósvakans og voru þau tilnefnd til fjögurra verðlauna á hlustendaverðlaununum sem voru núna í febrúar. Ágústa Eva var einmitt kosinn söngkona ársins á sömu hátíð. Sycamore Tree hefur haldið röð afar vel heppnaðra tónleika síðustu mánuðina þar sem hefur verið leikið fyrir fullum húsum. Þeim til fulltingis verða Unnur Birna Björnsdóttir og Arnar Guðjónsson. Miðaverð er 3.900.