Back to All Events

Handavinnuhópur í Bókasafni Hafnarfjarðar

Handavinnuhópurinn er með aðstöðu í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar alla fimmtudaga frá kl. 17-19. Í hverri viku er boðið upp á einfalt og fljótlegt verkefni fyrir þá sem hafa áhuga, ýmist prjón eða hekl. Uppskriftirnar eru á íslensku og hægt verður að skoða sýnishorn og fá aðstoð frá starfsmanni. Tilvalið fyrir þá sem langar að læra eitthvað nýtt. Einnig er mikið úrval af handavinnubókum og blöðum, heitt á könnunni og allir velkomnir með prjóna, heklunálar og aðra handavinnu.