Back to All Events

Bókmenntaklúbbur "Söngur Salómons" í Bókasafni Hafnarfjarðar

Í hverjum mánuði er lesin ein bók sem síðan er rædd á fundinum. Á fundum lestrarfélagsins er hægt að fá sér heitt kaffi eða te og segja sína skoðun á bókinni sem lesin var - eða einfaldlega hlusta á það sem hinnir hafa að segja.

Síðasti fundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 9. maí kl. 19. Fjallað verður um bókina Söngur Salómons eftir nóbelsskáldið Toni Morrison.

Um bókina:
Milkman er bandarískur blökkumaður og sonur óhamingjusamra hjóna, Rutar og Macons, sem ala börnin sín þrjú upp án nokkurrar hvatningar og hlýju. Milkman er áttavilltur ungur maður og veit ekki hvað það er sem gefur lífinu gildi eða hvaða stefnu líf hans á að taka. Óvæntir atburðir verða til þess að Milkman heldur í afdrifaríka fjársjóðsleit og finnur allt annað en það sem hann leitaði að. Sagan endurspeglar ást og gleði, harm og örvæntingu margra kynslóða bandarískra blökkumanna.


Allir velkomnir!