Back to All Events

Fyrirtækjahittingur MsH - Erindi um persónuleikamun

Fyrirtækjahittingur MsH - Erindi um persónuleikamun

Fyrirtækjahittingar Markaðsstofu Hafnarfjarðar hafa verið afar vel sóttir. Nú höfum við fengið hana Steinunni Stefánsdóttur eiganda Starfsleikni ehf til að koma og vera með erindi um persónuleikamun.

GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG BLÁR Hvernig ert þú á litinn?
Erindi um persónuleikamun. Fjallað er um hvernig megi með mikilli en þó umhugsunarverðri einföldun skipta fólki í fjórar persónugerðir, gula, rauða, græna og bláa karaktera.

Þekkjum við okkur sjálf og jafnvel samstarfsfólk í módelinu?
Hverjir eru helstu styrkleikar (og veikleikar) mismunandi karaktera?
Getum við nýtt styrkleika ólíkra karaktera betur í okkar starfsumhverfi?

Forðumst við samstarf eða samskipti við þá sem eru ólíkir okkur?

Leiðbeinandi: Steinunn Stefánsdóttir, Starfsleikni, handleiðsla, fræðsla og einkatímar http://starfsleikni.is/