Back to All Events

Bjartir dagar dagskrá 19. apríl

Bjartir dagar fimmtudaginn 19. apríl 2018

Kl. 11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni.
Keppt er í sex aldursflokkum í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH.

AldurVegalengd

15 ára og eldri (2003 og fyrr)ca 2000 m.

6 ára og yngri strákar og stelpur (2012 og síðar)ca 200 m.

7 - 8 ára strákar og stelpur (2010-2011)ca. 300 m.

9 - 10 ára strákar og stelpur (2008-2009)ca. 400 m.

11 - 12 ára strákar og stelpur (2006-2007)ca. 600 m.

13 - 14 ára piltar og telpur (2004-2005)ca 1000 m.

Keppendur 15 ára og eldri hlaupa fyrst. Þá hefst keppnin hjá þeim yngstu og upp úr.

Undanfari verður með yngstu keppendunum.

Allir keppendur fá  verðlaunapeninga.  Sigurvegarar í flokkum fá bikara.
Verðlaun eru gefin af Hafnarfjarðarbæ.

Kl. 11-17 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.

Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg. 

Kl. 12:15 Káta ekkjan - tónleikar í Hafnarborg
Alda Ingibergsdóttir söngkona og Antonia Hevesi píanóleikari flytja íslenska tónlist og óperettuaríur. Aðgangur ókeypis.

Kl. 12-18 Opið hús hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar Flatahrauni 14.
Frítt inn og frí afnot af búnaði ef þarf.

Kl. 13-18 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, Strandgötu 88
Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla kayak (9 ára og eldri) eða árabátum og þeir sem hafa reynslu geta siglt kænum ef veður leyfir.

Kl. 13 Skátamessa í Víðistaðakirkju

Kl. 13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju að Thorsplani

Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjón skátafélagsins Hraunbúa.
Gunni og Felix kynna og fram koma Björgvin Franz og Bíbí, Brynjar Dagur, leikfélag Flensborgarskólans sýnir brot úr Pitz Perfect og Fimleikafélagið Björk sýnir taekwondo og dans. Kassaklifur, andlitsmálun, hoppukastalar, popp og ýmsir skátaleikir.

Kl. 14-17 Nemendasýning Dansíþróttafélags Hafnarfjarða í Íþróttahúsinu við Strandgötu
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir nemendasýningu. Keppni um besta fótaburðinn og kaffiveitingar í boði.

Kl. 17 Tríótónleikar í Fríkirkjunni - Ókeypis aðgangur
Efnisskráin samanstendur af litríkum tónum fyrir klarinettu, fiðlu og gítar þar sem heyra má ólík stílbrigði tónlistar millistríðáranna m.a áhrif frá franskri kaffihúsa og götutónlist, jazzi , eistlenskum þjóðlögum, dönsum frá Kúbu og argentískri tangótónlist. Flytjendur eru Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari og Þröstur Þorbergsson gítarleikari.

Kl. 20:30 Síðan skein sól unplugged í Bæjarbíói
Hljómsveitin Síðan skein sól er greinlega afar vinsæl í Hafnarfirði því selst hefur upp á tvenna tónleika þeirra í Bæjarbíói í mars. Því hefur verið bætt við tónleikum á sumardaginn fyrsta. Miðasala á midi.is

Tourist – Listamaðurinn Ingvar Björn sameinar Asíu og Evrópu með íslenskri náttúru á Víðistaðatúni
Listamaðurinn Ingvar Björn er kominn aftur til Íslands eftir sjálfskipaða útlegð eftir að hafa verið á flakki með sýningar sínar um Evrópu.
Verkið sem Ingvar mun setja upp á Björtum dögum í Hafnarfirði að kvöldi 19. apríl heitir Tourist og er nokkuð margþætt verk sem bæði byggist upp á innsetningu, skúlptur, tónlist og málverkum. Vill hann fá bæjarbúa og gesti til að koma í höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni og njóta þeirrar fegurðar sem garðurinn býður uppá og ganga á milli verka. Ingvar hefur sett gínur víðsvegar um garðinn og hefur hann málað á þær texta sem er á kínversku, ensku og íslensku um íslenska náttúru og eru þau lýst upp á skemmtilegan hátt. Svo mun hann setja hljóð víðsvegar um garðinn með skemmtilegum náttúruhljóðum og munu gestir upplifa misjöfn hljóð hvar sem þeir er í garðinum. Þá mun Fjörðurinn setja upp verk Ingvars víðsvegar um húsið þannig að gestir fái innsýn í náttúruna frá listamanninum.
Vill Ingvar meina að í list séu engin landamæri og að íslenska nátturan geti sameinað mismunandi þjóðerni því fegurðin og fjölbreytileikinn stendur alltaf upp úr þegar kemur að nátturu Íslands. Sjón er sögu ríkari.

Earlier Event: April 18
HEIMA tónlistarhátíðin
Later Event: April 20
Bjartir dagar dagskrá 20. apríl