Back to All Events

Bjartir dagar dagskrá 21. apríl


Bjartir dagar laugardaginn 21. apríl 2018

Kl. 10-16 Bikarmót Badmintonfélags Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Keppt er í unglingaflokkum í eftirtöldum flokkum:
U11 fædd 2007 og síðar
U13 fædd 2006 og 2005
U15 fædd 2004 og 2003
U17 - U19 fædd 2002-1999.
Keppt er í riðlum og raðað er í riðla eftir styrkleikalista BSÍ.
Allir Hafnfirðingar eru velkomnir í Íþróttahúsið við Strandgötu 20.-22. apríl til að fylgjast með mótinu og boðið er uppá kaffi og meðlæti fyrir gesti.

Kl. 10-13 Street tennis á Thorsplani
Tennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar kynnir street tennis á Thorsplani

Kl. 11-14 Þríþrautafélag Hafnarfjarðar 3SH kynnir starfsemi sína í anndyri Ásvallalaugar.

Kl. 11-17 Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.

Kl. 11-15 Bókasafn Hafnarfjarðar opið. Föndur fyrir alla fjölskylduna á barnadeild.
Kl. 11-13 Ástandsskoðun hjóla. Dr. Bæk verður á staðnum og ástandsskoðar hjól.
Kl. 11:30 Jóhanna B. Magnúsdóttir fræðir gesti um matjurtaræktun
Kl. 12:30 Jóhanna hjálpar börnum og öðrum áhugasömum að setja niður baunir

Kl. 11 Fuglaskoðun í Höfðaskógi. Þekkir þú fiðraða nýbúa skógarins?
Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson verða leiðsögumenn í fuglaskoðunarferð. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Takið með ykkur sjónauka. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Kaffi og spjall í Þöll að göngu lokinni. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða á heimasíðu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar skoghf.is .

Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg

Kl. 13-15 Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar heldur Diplóma mót
Ungir hnefaleikamenn og konur spreyta sig í hringnum á Dalshrauni 10. Allir velkomnir sem hafa áhuga á að kynna sér hnefaleikaíþróttina betur.
Diplomahnefaleikar eða byrjendahnefaleikar eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum. Diplomaviðureign er ekki dæmd eftir því hversu oft maður hittir andstæðinginn - það er stranglega bannað að slá fast - heldur er í staðinn dæmt eftir tækni og framferði hnefaleikarans í hringnum. Í diplomaviðureign má ekki undir neinum kringumstæðum felast harka og keppendur eru ávítaðir ef þeir setja of mikinn kraft í höggin.

Kl. 14 Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju
Efnisskráin samanstendur að mestu af verkum sem samin eru fyrir lúðrasveit, sum gömul en önnur glæný. Á tónleikunum leika tveir lúðrasveitarfélagar einleik; Kristinn Svavarsson á altsaxófón, og Helena Guðjónsdóttir á þverflautu. Miðaverð á tónleikana er 1500 kr., en frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.

Kl. 14-17 Fjölskylduhátíð í Hraunkoti golfæfingasvæði Keilis
Ókeypis golfkennsla fyrir byrjendur á öllum aldri. Kylfur á staðnum. Leikir og þrautir fyrir unga sem aldna. SNAG golfleikir fyrir þau allra yngstu. Hoppukastali, grillaðar pylsur og candyfloss.

Kl. 14-17 Fullveldishátíð hjá Málaranum við Höfnina, Fornubúðir 8
Myndlistarsýning á verkum Soffíu Sæmundsdóttur sem unnin eru sérstaklega vegna 100 ára sögu fullveldisins Íslands. Signý Sæmundsdóttir söngkona syngur nokkur lög sem hæfa tilefninu kl. 15.
Andi danskra aðalsmanna og konunga svífur yfir vötnum og þeir eru beinlínis komnir á staðinn og út úr málverkunum til að fylgjast með hátíðinni og sjá hvernig okkur hefur vegnað í þessi 100 ár. Rómantísk sveitamálverk á veggjum ýta undir stemninguna og hafnfirðingum og nærsveitungum er boðið að líta inn á sýninguna og njóta þess sem þar er í boði.
Opið verður á sýningunni yfir helgina frá 14-17 á Björtum dögum og boðið upp á kaffi randalínur og kleinur á hvítdúkuðu fánaprýddu borði.

Kl. 20.30 Baggalútur í Bæjarbíó
Hljómsveitin Baggalútur mætir með allt sitt hafurtask í Bæjarbíó 21. apríl í tilefni Bjartra daga og skemmtir Hafnfirðingum og nærsveitamönnum með söng og hljóðfæraslætti. Miðar á midi.is. Vinsamlegast fjölmennið. 

Earlier Event: April 20
Blúsmenn Andreu í Bæjarbíói
Later Event: April 22
Bjartir dagar dagskrá 22. apríl