Back to All Events

Bjartir dagar dagskrá 20. apríl

Bjartir dagar föstudaginn 20. apríl 2018

Kl. 10 Nemendur í 2. bekk í Víðistaðaskóla vígja mósaíktjörn á Norðurbakka

Kl. 11-17 Föndur fyrir alla fjölskylduna á barnadeild Bókasafns Hafnarfjarðar

Kl. 17:00 Bikarmót Badmintonfélags Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Keppt er í unlingaflokkum í eftirtöldum flokkum:
U11 fædd 2007 og síðar
U13 fædd 2006 og 2005
U15 fædd 2004 og 2003
U17 - U19 fædd 2002-1999.
Keppt er í riðlum og raðað er í riðla eftir styrkleikalista BSÍ.
Allir Hafnfirðingar eru velkomnir í Íþróttahúsið við Strandgötu 20.-22. apríl til að fylgjast með mótinu og boðið er uppá kaffi og meðlæti fyrir gesti.

Kl. 18 Sýning á undirbúningi og vinnslu mósaíkmyndar á Norðurbakka í Hafnarborg
Sýning á undirbúningi og vinnslu mósaíkmyndar á Norðurbakka opnar í Apótekinu Hafnarborg

Kl. 18-21 Gakktu í bæinn – Söfn, verslanir og vinnustofur listamanna verða opnar fram á kvöld

Gallerý Múkki, Fornubúðum 8. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín. Allir hjartanlega velkomnir.

Soffía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8. Fullveldishátíð hjá Málaranum við höfnina. Einnig opið um helgina frá 14-17. Andi danskra aðalsmanna og konunga svífur yfir vötnum og þeir eru beinlínis komnir á staðinn og út úr málverkunum til að fylgjast með hátíðinni og sjá hvernig okkur hefur vegnað í þessi 100 ár.

Annríki - Þjóðbúningar og skart, Suðurgötu 73. Komdu og skoðaðu ævintýraveröld þar sem gestum er boðið að kynnast 300 ára sögu og þróun íslenskra búninga. Leiðsögn um búningasafn, spjall og kaffi í boði Hildar og Ása í Annríki.

Rimmugýgur, Staðarbergi 6. Félagar sýna handverk og vopn.

Pakkhús Byggðasafnsins opið kl. 18-21.

Kvöldopnun í Hafnarborg kl. 18-21.

Listamenn úr Íshúsi Hafnarfjarðar og víðar kynna vörur sínar í Litlu Hönnunar Búðinni milli kl. 19:00-21:00. Léttar veitingar og skemmtilegheit.

Listakonan Jónína Ósk Lárusdóttir mun sýna í Nýform

Álfagull á Strandgötu 49 verður með tilboð af völdum vörum og léttar veitingar í boði

Bílskúrinn á Álfaskeiði 24 verður opinn frá kl. 18-22 þar sem Nutcase hjólahjálmar fyrir alla fjölskylduna verða til sýnis og sölu á sérstöku tilboðsverði.

Kl. 20:00 Dansleikur í Hraunseli, Flatahrauni 3
Hljómsveit Svenna Sigurjóns leikur fyrir dansi. Miðaverð 1.500 kr.

Kl. 20:30 Blúsmenn Andreu í Bæjarbíó
Hljómsveitin Blúsmenn Andreu, með söngkonuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar, hefur starfað frá árinu 1989. Óhætt er að segja að Blúsmenn Andreu séu unnendum blústónlistar vel kunn og eru tónleikar sveitarinnar gjarnan vel sóttir. Sveitin er skipuð einvalaliði sem eru auk Andreu þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Rúnarsson á orgel, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Haraldur Þorsteinsson á bassa.
Tvær hljómplötur hafa komið út með Blúsmönnum þar sem finna má þverskurð af þeirri tónlist sem hljómsveitin býður upp á, sambland blues, soul og djasstónlistar auk laga eftir Andreu sjálfa. 

Earlier Event: April 19
Bjartir dagar dagskrá 19. apríl
Later Event: April 20
Blúsmenn Andreu í Bæjarbíói