Back to All Events

Prins Póló í Bæjarbíói

Á vordögum ætlar Prins Póló að setjast undir stýri og leggja í nokkurra daga hringferð með gítarinn meðferðis. Heimsóttir verða nokkrir vel valdir staðir, tekið í spaða og slegið á strengi. Tilefnið er útgáfa á þriðju breiðskífu Prins Póló en hún ber heitið Þriðja kryddið og verður vonandi komin út á þessum tíma. Prinsinn hlakkar mikið til ferðarinnar en þetta er hans fyrsti hringtúr einn síns liðs og ekki laust við að það sé smá fiðringur í mínum manni, allt að því skjálfti! 

Taktu vel á móti Prinsinum í Bæjarbíói-Hjarta Hafnarfjarðar