Back to All Events

Velkomin á Vellina - vorhátíð Hraunvallaskóla og Vallarhverfissins

Vorhátíð Hraunvallaskóla, Skarðshlíðarskóla og Vallahverfissins

Vorhátíð Hraunvallaskóla og Vallarhverfissins hefur verið haldin hátíðlega síðan 2009, bæði á bílastæði skólans og á leikvellinum. Markmið hátíðarinnar hefur verið að virkja þáttöku skólans sem og íbúa hverfisins og að bjóða landsmenn velkomna í hverfið okkar. Það sem boðið hefur verið upp á er meðal annars skemmtiatriði frá börnum skólans sem og Ástjarnarkirku. Ennig hafa verið ráðnir atvinnu skemmtikraftar sem sumir hverjir hafa haft beina eða óbeina tengingu við Hafnarfjörð. Undanfarin tvö ár höfum við reynt að virkja fyrirtæki í hverfinu til þáttöku, meðal annars Ásvallalaug sem hefur haft frítt í sund og Rebook hefur boðið upp á frían zumbatíma. Síðast en ekki síst hefur farið fram fjáröflun fyrir ákveðna bekki með pylsu -og sælgætissölu, andlitsmálningu og aðgengi í hoppukastala. Fyrstu árin var einnig efnt til litakeppni á milli hverfa en það hefur dottið upp fyrir síðastliðin ár. Hugmyndin er að endurvekja það fyrirbæri þar sem það tókst vel upp hér á árum áður.