Back to All Events

Tvöföld útisýning HRFÍ á Víðistaðatúni


Júnísýning HRFÍ verður haldin helgina 8.-10. júní.
Föstudaginn 8. júní verður hvolpasýning Royal Canin og keppni ungra sýnenda. Laugardaginn 9. júní verður NKU Norðurlandasýning og Reykjavík Winner en sunnudaginn

10. júní verður alþjóðlegsýning. Kynningu á NKU Norðurlandasýningum má lesa hér: http://www.hrfi.is/freacutettir/nku-norurlandasyningar-kynning
Dómarar helgarinnar verða: Birgit Seloy (Danmörk), Christian Jouanchicot (Frakkland), Dina Korna (Eistland), Hans Almgren (Svíþjóð), Jeff Horswell (Bretland), Morten Matthes (Danmörk), Ozan Belkis (Tyrkland) og Sóley Halla Möller (Ísland).

Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 2. maí
Gjaldskrá 2: 11. maí
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 27. apríl til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15.

Nánari upplýsingar og dómaraáætlun má sjá hér: http://www.hrfi.is/freacutettir/tvofold-utisyning-i-juni-domaraaaetlun-og-upplysingar