Back to All Events

Vertu með! Hreyfivikan "Move week" verður haldinn um gjörvalla Evrópu 28. maí - 3. júní.


Vertu með! Hreyfivikan "Move week" verður haldinn um gjörvalla Evrópu dagana 28. maí - 3. júní.

Við Hafnfirðingar í heilsueflandi Hafnarfirði mun að sjálfsög...ðu taka þátt í líkt og síðastliðin ár. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti virkrar hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi til heilsubótar. Í tilefni Hreyfivikunnar er ætlunin að íþróttafélög, stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök bjóði upp á fjölbreytta dagskrá s.s. opna kynningartíma, fróðlega fyrirlestra, gönguferðir, eða hvaða viðburði sem er sem tengjast hreyfingu og hollustu að einhverju leyti. Viðburðir geta verið lokaðir, þ.e. fyrir ákveðinn markhóp eða opnir almenningi, valið er boðberans.

Tökum þátt og gerum dagskránna hér í Hafnarfirði fjölbreytta og skemmtilega. Skráðu svo viðburðinn sem þú ert með hér inn: http://iceland.moveweek.eu/move-agents/.

Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur og kennari, er tengiliður Hafnarfjarðarbæjar í verkefninu og mun veita nánari upplýsingar varðandi Hreyfivikuna. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið: hfjhreyfivika@gmail.com #Gamansaman #Heilsueflandisamfélag